Saga - 1982, Page 257
ÓLAFUR HANSSON PRÓFESSOR
255
Olaf og sýna honum, hversu mjög þeir kunnu að meta það lífs-
starf hans, kennsluna, sem hann hvarf alfarið frá á þessum tíma-
fnótum eftir langan og farsælan feril.
I inngangsorðum Söguslóða sagði þá m.a.:
Enn er hann aðeins sjötugur, og er það von okkar, þótt lok-
ið sé kennslu hans með vordögum 1979, að hann eigi langan
starfsdag fyrir höndum og miklu starfi ólokið, sér og sínum
til sóma og okkur öllum til farnaðar.
Ekki fékk þessi fróma ósk að rætast. Réttum tveimur árum og
Þremur mánuðum betur eftir sjötugsafmælið lauk helstríði Ólafs,
sem hann hafði þá um hríð háð af þeirri karlmennsku, sem af
honum var að vænta.
Útgefendum Sögu þykir hlíða að minnast Ólafs að leiðarlokum,
°g vil ég ekki víkjast undan því að freista þess í fáum orðum.
Ólafur fæddist í Reykjavík 18. september 1909, sonur hjónanna
Pálínu Ólafíu Pétursdóttir frá Grund í Skorradal og Hans O.
^evig, norsks símaverkfræðings frá Gloppen í Noregi. Frá unga
aldri ólst Ólafur upp á Grund, þar sem þau mæðgin áttu heima,
en faðir hans dó 1920. Duldist engum, sem samvistum var við
Ólaf síðar meir, að Borgarfjarðarhérað og íbúar þess, Skorra-
óalur, bærinn Grund og þeir sem skyldir voru Grundarfólki var
allt í miklum metum hjá honum.
Snemma komu í ljós miklar námsgáfur hjá Ólafi, og má nærri
§eta að móðir hans hefur hlynnt að slíkum hneigðum einkabarns
síns, því að sjálf var hún bráðgáfuð, hafði numið við kennara-
óeildina í Flensborg og árum saman stundað barnakennslu.
Gagnfræðingur varð Ólafur á Akureyri 1925 og stúdent frá
^enntaskólanum (hinum almenna menntaskóla) í Reykjavík
1928. Hann var annálaður námsmaður og til þess tekið hversu
^yrirhafnarlitið hann lærði. Hafði hann af þeim sökum rýmri
tima en flestir félagar hans, sem meira þurftu að leggja sig fram.
^ennan tíma notaði hann ekki sist til þess að auðga andann, en
aUa ævi las hann feiknin öll og var þá ekki við eina fjölina felldur.
yita allir, sem kynntust honum, með hvílikum ólíkindum þekk-
'ngarsvið hans var að fjölbreytni og víðfeðmi.