Saga - 1982, Side 258
256
BERGSTEINN JÓNSSON
Ætla má að fyrir svo fjölhæfan og snjallan námsmann hafi það
orðið örðugra en hjá mörgum öðrum að velja sér viðfangsefni til
framhaldsnáms að loknu stúdentsprófi. En hversu sem því hefur
verið háttað um Ólaf, verður þess aldrei vart að hann hikaði eða
tvístigi eftir að ákvörðunin var tekin. Og að vissu leyti var for-
sjónin þeim hliðholl, sem að loknu stúdentsprófi gengu niður
Skólabrúna 1928. Heimskreppan mikla var ekki skollin á, almenn
bjartsýni ríkti hérlendis og víða um lönd, kjör almennings virtust
fara batnandi og menn trúðu því að þeir lifðu á morgni nýrrar
aldar friðar og velmegunar. Hér á landi horfðu menn fram til
Alþingishátíðarinnar 1930, og í skjóli árgæsku og góðrar afkomu
þjóðarbúsins var jafnvel ráðist í að eyða þó nokkru fé til mennta-
og menningarmála.
Margir sem kynntust Ólafi þegar hann var enn barn að aldri
minntust þess, að ótrúlega ungur var hann sérlega vel að sér í ýms-
um greinum, t.d. náttúrufræði. Var til þess tekið að hann lék sér
að því að greina plöntur eftir lyklunum í Flóru íslands. Fullorðinn
vakti hann ósjaldan undrun þeirra, sem hrærðust á þrengra þekk-
ingarsviði, að hann þekkti að kalla hverja íslenska háplöntu, og
kunnátta hans á sviði stjörnufræði gekk líka fram af hinum sömu-
Fyrir tilstilli góðra manna og glöggskyggnra hlaut Ólafur styrk
úr Snorrasjóði að loknu stúdentsprófi, og hélt hann þá til há-
skólanáms í Ósló, þar sem hann lagði stund á sagnfræði, landa-
fræði og þýsku. Um skeið var hann í Berlín vegna þýskunámsins,
en cand. mag. prófi lauk hann í Ósló 1933.
Svo hafa kunnugir sagt mér, að síðan þá hafi til muna verið
slakað á kröfum til þess prófs i Ósló, — en það er önnur saga.
Þegar Ólafur sneri heim til íslands að loknu námi, var ólíkt orð-
ið um að litast i heiminum því sem verið hafði, þegar hann hélt
utan fyrsta sinni. Heimskreppan var oltin yfir, vofa atvinnuleysis-
ins glotti í hverri gátt, bjartsýni áranna fyrir 1930 var fölnuð, en i
hönd fóru alvörutímar, þegar mannkynið sogaðist ómótstæðilega
í átt að þeim svelg, sem varð heimsstyrjöldin síðari - eða ef til vill
einungis framhald þess, sem á sínum tíma hafði verið kallað
heimsstyrjöldin mikla, en nú er helst kallað heimsstyrjöldin fyrrl-
— Það er í janúar 1933 sem Adolf Hitler verður ríkiskanslan