Saga - 1982, Side 259
ÓLAFUR HANSSON PRÓFESSOR
257
^ýskalands, og í mars sama ár tekur F.D. Roosevelt við af Her-
bert Hoover sem forseti Bandarikja Norður-Ameríku. Það voru
e>nmitt þessir tveir menn, sem flestum öðrum fremur áttu eftir að
Setja svip á heimsviðburðina þau rúmlega tólf ár, sem þeir áttu þá
ólifað.
A Islandi höfðu flestir um annað fremur að hugsa en hverjir
ryddust um í valdastólum í öðrum löndum. Konungsríkinu íslandi
stýrði heldur völt og úrræðalítil samsteypustjórn Ásgeirs
Asgeirssonar, og voru brýnustu viðfangsefni hennar að leysa þann
rembihnút, sem hlaupinn var á athafnalínu íslenskra út-
gerðarmanna, bænda og útflytjenda. Árið áður, 1932, höfðu
Verkamenn í Reykjavík sýnt nokkur óróamerki, en þeirra vandi
varð enn að bíða lausnar.
Fyrir fátækan menntamann, nýkominn heim frá farsællega af-
stöðnu háskólaprófi í húmanískum greinum, hefur útlitið naum-
ast verið sérlega glæsilegt. En þegar menn eru ungir og
hraustir, eiga að baki glæsta sigra og afrek og svellur móður af
akafa i að fá að takast á við ótal óleyst viðfangsefni, þá er þeim
ekki hætt við að leggjast í vol og víl. Víst er um það, að Ólafur lét
ekki hugfallast, heldur bjó sig af kappi undir ókomin ár, sinnti
einkakennslu og öðru sem til féll, og siðast en ekki síst staðfesti
hann ráð sitt og stofnaði heimili. Hinn 8. febr. 1934 gekk hann að
e'ga Valdisi Helgadóttur hjúkrunarkonu frá Akranesi, sem frá
Þeirri stund var æviförunautur hans. Einkasonur þeirra er
Gunnar, aðstoðarforstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.
Árið 1934 varð Ólafur skólastjóri gagnfræðaskólans í Neskaup-
stað, og gegndi hann því starfi um tveggja ára skeið. Þarna kynnt-
lst hann áhrifum og afleiðingum kreppunnar í fátæku fiski-
utannasamfélagi og samtímis baráttu þeirra, sem reyndu að and-
^fa í mótlætinu og bera höfuðið hátt í þrengingunum. Er ekki að
efe, að hann hefur af heilum huga fylgt Jónasi Guðmundssyni að
utálum, en hann var forystumaður Alþýðuflokksins í Nes-
^uupstað í þann tíð, og þá sem ávallt var Ólafur eindreginn
Jufnaðarmaður. Öllu hæpnara er að þeir Ólafur og Jónas hafi átt
samleið síðar meir, þegar Jónas tók af miklum eldmóði að boða