Saga - 1982, Page 260
258
BERGSTEINN JÓNSSON
kenningar sínar og spádóma, byggt á athugunum á Keops-pha-
míðanum.
Síðar meir fylgdist Ólafur vel með Norðfirðingum og málefnum
þeirra, og hann vissi mæta vel hversu nemendum hans þaðan
vegnaði um dagana. Gladdist hann oft, þegar hann frétti af vel-
gengni eða sigrum einhvers þeirra.
Mér býður í grun að stjórnsýsla hafi ekki átt sérlega vel við
Ólaf, þó að ekki sé að efa að hann hafi rækt skólastjórnina af
sömu alúðinni og dugnaðinum og allt annað, sem hann lagði hönd
að um dagana. Hann hefur því ugglaust tekið því tveimur
höndum, þegar honum bauðst kennarastaða við Menntaskólann i
Reykjavík. Var hann kennari þar frá 1936, yfirkennari frá 1952 og
til 1967, þegar hann var skipaður prófessor í almennri sögu við
heimspekideild Háskóla íslands. Enn var hann stundakennari við
Menntaskólann, kenndi þar þýsku til 1971, þegar stórlega dró úr
þýskukennslu þar sökum breytinga á reglugerð skólans. Um sömu
mundir átti Ólafur við heilsubrest að striða, og úr því tók hann
heldur að hægja ferðina, fækka við sig störfum og stytta þannig
vinnudag, sem áður hafði verið í rífara lagi.
Lengst af kenndi Ólafur aðallega sögu og félagsfræði í Mennta-
skólanum, mest í efri bekkjunum, en eitthvað í öllum bekkjum
nema líkast til aldrei í l.bekk. En auk þess kenndi hann framan af
ensku og dönsku, og einkum þýsku. Er mér næst að halda, að
hann hafi af engri kennslu haft meiri ánægju gegnumsneitt en
byrjendakennslu í þýsku. Er mér líka kunnugt um ófáa nemend-
ur, sem kunnu honum mikla þökk fyrir farsæla handleiðslu um
fyrstu og vandrötuðustu áfangana í því námi. Nutu kennarahæfi'
leikar hans sín aldrei betur en þegar hann gerði flókin málfræði-
atriði ljós með velvöldum dæmum.
Þegar byrjað var að kenna mannkynssögu til B.A.-prófs í Ha-
skóla íslands haustið 1951 var Ólafur fenginn til þess að annast
kennslu og skipuleggja námið. Sá hann síðan einn um þá kennslu
alla á þremur stigum, þar sem hvert stig tók heilan vetur, allt til
1967, þegar kennslan var aukin og fyrirkomulaginu breytt.
Enn er ónefnt mikið og merkt starf á sviði kennslumála, sem