Saga - 1982, Page 261
ÓLAFUR HANSSON PRÓFESSOR
259
Olafur leysti af hendi um árabil. Frá 1948 átti hann sæti í lands-
Prófsnefnd miðskóla, og hlóðust þar á hann á önnur störf ofan
®rin verk, sem einkum voru leyst af hendi á sumrin. Fór hann þá
arlega yfir hverja einustu landsprófsúrlausn í sögu af öllu landinu.
Má fullyrða, að þar var ekki svikist um eða slegið slöku við.
Þótt menntaskólakennslan væri lungann úr aðalstarfi Ólafs
óestu starfsár hans og flestir nemendur hans kynntust honum á
Þeim vettvangi, mynda þó ár hans í Háskóla íslands eðlilegt ris á
sögukennaraferli hans. Ég var einn þeirra, sem sóttu tíma hjá
honum þrjá fyrstu veturna sem hann kenndi í Háskólanum, 1951-
^4, en áður hafði ég verið nemandi hans í Menntaskólanum í
Reykjavík 1941-45. Minnist ég þess að það kom okkur þægilega á
0vart, hversu frábrugðin aðferð Ólafs var í háskólakennslunni þvi
sem verið hafði í menntaskóla. Engan hefði þó getað undrað eftir
^Ha menntaskólakennsluna, þó að hann hefði að minnsta kosti
fyrst í stað verið eitthvað bundinn af lexíulærdómi, yfirheyrslum
°g almennum fróðleiksmolum úr ýmsum greinum mannlegrar
Þekkingar, sem hann var svo örlátur á í menntaskólanum og
fraegð hans þar byggðist á að verulegu leyti.
En nú brá svo við, að sagan þokaði jafnt og þétt fyrir sagnfræð-
'nni, þó að þetta tvennt fengi sem betur fer að leika saman að ein-
Þverju leyti. Þarna kom greinilega á daginn hversu auðvelt Ólafur
ntti með að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum, rekja
leiðarþráðinn sem krókaminnst um völundarhús sögunnar. Þetta
Snt kennarinn leyft sér i þá daga, þegar örugglega mátti treysta að
enginn veldi sér sagnfræði til háskólanáms, sem ekki hafði lagt
nlltraustan grunn að almennri söguþekkingu í menntaskólanámi.
Er hætt við að þær forsendur séu nú löngu brostnar.
Sem sögukennari var Ólafur einstakur, en að sjálfsögðu hefur
Þver kennari í þeirri grein sem öðrum sína eigin aðferð eða stíl ef
sv° mætti segja. Vitanlega hafa hinir fjölmörgu nemendur Ólafs,
Sern síðar hafa lagt stund á kennslu, um margt tekið hann sér til
fyrirmyndar. Þó hygg ég að enginn hafi ætlað sér þá dul að feta
Þar í einu og öllu í fótspor meistarans. Ein gildasta ástæðan til
Þeirrar varfærni er sú, að til þess að svo mætti takast, útheimtist
vlðfeðmara þekkingarsvið en flestum auðnast að tileinka sér.