Saga - 1982, Page 262
260
BERGSTEINN JÓNSSON
Nemendur Ólafs í menntaskóla trúðu því yfirleitt, að hjá honum
kæmi enginn að tómum kofunum, og varla væri ómaksins vert að
vita það, sem Ólafur hafði ekki á hraðbergi. Til voru líka þeir.sem
héldu því ákaft fram, að þær fræðigreinar sem stund var lögð á í
menntaskóla, væru torfundnar, þar sem hann gæti ekki sem næst
eða alveg haldið til jafns við þá sérfræðinga, sem þær kenndu. Og
eitt er víst: Fáir hafa leikið það eftir Ólafi við sögukennslu, að
aldrei hafði hann skrifað orð eða prentaðan staf við höndina,
hvorki í menntaskóla né háskóla.
Þrátt fyrir alla þá kennslu og henni skyld störf, sem hér hefur
verið getið, fer því fjarri að upp séu talin öll störf Ólafs, sem tóku
upp meira eða minna af tíma hans. Um ritstörf hans geta menn
fræðst af ritaskránni í Söguslóðum, bls.417-24, sem Ingi Sigurðs-
son tók saman. Má þar nefna margar kennslubækur handa
gagnfræða- og menntaskólum, sem hann samdi ýmist einn eða
með öðrum. Er þar dyggilega fetuð slóð fyrri sögukennara við
Menntaskólann í Reykjavík, þeirra Páls Melsteð, Þorleifs H.
Bjarnason, Jóhannesar Sigfússonar, Árna Pálssonar og fleiri.
Á sínum tíma voru þeir forystumenn í Hinu íslenska þjóðvina-
félagi Pálmi Hannesson rektor og Bogi Ólafsson yfirkennari.
Hafa þeir sjálfsagt fengið Ólaf til þes að taka að sér ýmis ritstörf
fyrir félagið, og þá fyrst að semja Árbók íslands í Almanak
Þjóðvinafélagsins. Hélt Ólafur því starfi allt frá 1940 til 1980, og
getur hver sem á hana lítur þennan tíma séð hvert feiknar verk er
þar af hendi leyst. Eiga ókomnar kynslóðir þó eftir að meta það
enn betur.
Sögu Heimsstyrjaldarinnar 1939-1945 skrifaði Ólafur fyrir
Bókaútgáfu Menningarsjóðs, og kom hún út í tveimur bindum,
1945 og 1946.
Þegar Bókaútgáfa Menningarsjóðs hóf útgáfu bókaflokksins
Lönd og lýðir, 1949, var Ólafur ráðinn ritstjóri og sá um Þa
útgerð um tveggja áratuga skeið. Ritaði hann sjálfur fyrstu bók
flokksins, um Noreg, og síðar tvö bindi í stóru broti um
Mannkynið. Einnig sá hann fyrir Menningarsjóð um ritið Facts
about Iceland, sem komið hefur út í mörgum útgáfum á ýmsum
tungum.