Saga - 1982, Page 263
ÓLAFUR HANSSON PRÓFESSOR
261
Þegar minnst er á ritstörf Ólafs, má síst gleyma bók, sem ekki
l*tur mikið yfir sér. Mun Egill Stardal á sínum tíma hafa fengið
Olaf til að setja hana saman, og er hún órækur vottur um enn eitt
Svið, þar sem Ólafur var með ólíkindum vel heima. Gissur jarl,
fyrsta bókin í flokknum Menn í öndvegi, sýnir svo að ekki verður
um villst, að enginn rataði betur um völundarhús Sturlungu en
Olafur. Var lika eins og honum yrði jafnskjótt hlýtt til þeirra, sem
hann áttaði sig á að báru kennsl á menn og viðburði, sem þar er
frá sagt.
Um eitt skeið skrifaði Ólafur oft og um margvísleg efni í Mánu-
dagsblaðið, en þeir voru alúðarvinir og samkennarar um árabil
Olafur og Bogi Ólafsson. Skrifaði Ólafur líka Andvaragrein um
bennan vin sinn og frænda 1959, og að sjálfsögðu hélst tryggð
hans við fjölskyldu Boga.
A sínum tíma ofbauð ýmsum, sem ekki þekktu Ólaf, um hve
tnargvísleg efni og óskyld hann skrifaði í Mánudagsblaðið. Mér er
bó einkum í minni tvennt, sem þessar greinar leiddu í ljós: Annars
vegar dálæti hans á leynilögreglusögum eftir höfunda eins og A.
Conan Doyle, Agatha Christie og G.K. Chesterton; hins vegar
hversu kunnugur hann var skemmtilegum gönguleiðum víða um
land, en ekki síst i nágrenni Reykjavíkur. Var Ólafur mikill og
°trauður göngugarpur, fór víða um og hafði þá sem jafnan öll
skilningarvit opin. Áður er drepið á yfirgripsmikla þekkingu hans
a gróðri og plöntum; en hann þekkti líka ókjörin öll af kenni-
*eitum og örnefnum víða um land. Einnig kannaðist hann við
eyðibýli sem byggð ból, ábúendur þar og afkomendur þeirra.
I sambandi við gönguferðir Ólafs kemur mér í hug vinur hans
^r- Bjarni Aðalbjarnarson, sem um árabil var prófdómari hans
v'ð stúdentspróf og í Háskóla íslands. Þessir tveir menn fóru
sarnan nokkur sumur fótgangandi um fjallvegi og sveitir á
Áusturlandi og Vestfjörðum og ef til vill víðar. Oft heyrði ég Ólaf
§eta manna af hlýhug og virðingu, og jafnan var honum að mæta,
fyndist honum óviðurkvæmilega talað um þá, sem hann hafði
ttt^tur á. En um engan held ég hann hafi talað af meiri hrifningu
en þennan lærða og gáfaða vin sinn í Hafnarfirði.
Enn get ég nefnt ritað mál frá hendi Ólafs, þar sem ég er einn til