Saga - 1982, Page 269
ÞRJÚ RIT UM SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN
267
Stefna, starf og skipulag
Augljóst er, að almenningi þótti bækurnar forvitnilegar og
urðu allar metsölubækur. Bókin um Ólaf Thors hefur raunar selst
í mjög stóru upplagi. Skemmtigildi þeirra er líka ótvírætt, a.m.k.
fyrir alla, sem áhuga hafa á íslenskum stjórnmálum og
Persónusögu. Lesandinn öðlast hlutdeild í leyndardómum sög-
unnar, færist nær vettvangi stjórnmálanna og tekur jafnvel
afstöðu til einstaklinga og ágreiningsmála í nútíð og fortíð (raunar
væri fróðlegt að skoða þann þátt, sem slíkar bækur eiga í því að
gefa fólki hlutdeild í sögunni með því að færa valdsmenn nær
fjöldanum, hvort sem slíkt skiptir einhverju máli um raunveruleg
áhrif almennings í stjórnmálum.
Heimildagildi verkanna þriggja er einnig töluvert og má þar
nefna, m.a., upplýsingar er snerta: uppruna Sjálfstæðisflokksins
og stefnu, málefnaágreining innan flokksins, innra starf hans og
skipulag. Skal nú vikið að þessum þáttum.
I bókinni um Ólaf Thors (einkum I. bindi, bls. 77—95) og
viðtölum Ólafs Ragnarssonar við Gunnar Thoroddsen (t.d. bls.
H—13 og 66—69) er rækilega undirstrikað, að með stofnun Sjálf-
stæðisflokksins runnu saman mismunandi hugmyndastraumar og
hvernig flokkurinn byggði á hefð sjálfstæðisstjórnmálanna um
leið og hann markaði sér stöðu gagnvart nýjum flokkum, Fram-
sóknar- og Alþýðuflokki, sem hvíldu opinskátt á stéttarlegum
grunni. í þessu tilliti er fyllt nokkuð út í þá mynd, sem Hallgrímur
Guðmundsson dregur í bók sinni Uppruni Sjálfstæðisflokksins.
Valdatafl er sér á báti með sína einföldu og villandi mynd af upp-
hafi Sjálfstæðisflokksins, þar sem m.a. er ekki getið áhrifa Frjáls-
lynda flokksins heldur fullyrt að ,,við sameiningu íhaldsflokksins
°g Frjálslynda flokksins árið 1929 var í raun ekki um annað en
uafnbreytingu á íhaldsflokknum í Sjálfstæðisflokk að ræða“
(bls. 30).
Ólafur Thors og Gunnar Thoroddsen virðast einnig hafa mjög
áþekkan skilning á grundvallarstefnu eða hugmyndafræði Sjálf-
stæðisflokksins. Matthías Johannessen lýsir henni m.a. þannig: