Saga - 1982, Page 270
268
SVANUR KRISTJÁNSSON
Pólitísk stefnumið Ólafs Thors blasa við svart á hvítu í lands-
fundasamþykktum Sjálfstæðisflokksins þann þriðjung aldar,
sem hann stjórnaði flokknum. Þar eru í fyrirrúmi frjálsræði í
atvinnumálum, ræktun einstaklingsins, samstarf stéttanna og
efling atvinnulífsins, öryggi íslands og efling siálfstæðis,
áherzla lögð á mennt og þjóðlega menningu, félagslegt örygg'
einstaklinga samfara baráttu við einræði, og þá ekki sízt
kommúnisma, varðveizla borgaralegs lýðræðis, tungu og
menningararfs þjóðarinnar, nýting auðlinda og síðast, en ekki
sízt, ,,að kristileg áhrif aukist með þjóðinni“, eins og komizt er
að orði i samþykkt landsfundarins 1951. (II. bindi bls. 420).
Gunnar kemur einnig orðum að meginatriðum í stefnu Sjálf-
stæðisflokksins:
Frá upphafi hef ég litið svo á, að grundvallarstefna Sjálf-
stæðisflokksins ætti að vera frjálslynd og víðsýn umbótastefna
á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni
allra stétta fyrir augum. Stefnan tvíþætt: annars vegar hið fé-
lagslega tillit, umbætur og öryggi til handa þeim, sem minna
mega sín, hinsvegar frelsið, og þar hef ég lagt áherslu á frelsi
með skipulagi. (Bls. 256).
Höfundar Valdatafls hafa hins vegar aðrar skoðanir á stefnu
Sjálfstæðisflokksins en þeir Ólafur Thors og Gunnar enda gefa
þeir Ólafi Thors þá einkunn — ásamt Bjarna Benediktssyni og Jó-
hanni Hafstein — að hafa ekki verið frjálshyggjumaður (bls. 27).
Raunar geta þeir Matthías og Gunnar verið sammála þessari túlk-
un Valdatafls. Ólafur Thors hafi ekki aðhyllst stefnu frjáls-
hyggjumanna um að halda ætti ríkisumsvifum og opinberum
rekstri í algjöru lágmarki:
En jafnframt því sem Ólafur Thors taldi útþenslu ríkisvaldsins,
báknsins eða kerfisins, mikið böl, var hann óhræddur um að
nýta alla kosti öflugs og viti borins miðstjórnarvalds, ef svo
mætti segja, án þess að ríkisvaldið mylji allt undir sig og drepi