Saga - 1982, Síða 271
ÞRJÚ RIT UM SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN
269
athafnaþrá fólksins í dróma með bönnum, höftum og skattpín-
ingu. En það hefur ekki verið talið einfalt mál á íslandi að
minnka ríkisumsvifin frá því velferðarstefnan varð pólitískt
leiðarljós fyrir og um miðja þessa öld. (II. bindi, bls. 418).
Gunnar Thoroddsen, sem var borgarstjóri í Reykjavík í 13 ár,
lýsir á svipaðan hátt nær hálfrar aldar valdaferli Sjálfstæðis-
fiokksins þar sem tímabili, þegar „Reykjavíkurborg [var] braut-
ryðjandi í ýmsum menningarmálum og félagslegum umbótum.
Hún var þá í fararbroddi bæði fyrir sveitarfélögum og ríkinu
sjálfu“ (bls. 264).
Hvorki Ólafur né Gunnar hafa því aðhyllst ,,frjálshyggju“ í
skilgreiningu höfunda Valdatafls, enda segir Matthías um
nýsköpunarárin, ,,að þau hafi einkennzt af „félagslegri frjáls-
hyggju“, sem átti einungis við íslenzkar aðstæður, en sótti ekki
fyrirmyndir til útlanda, eins og oftast er um kenningar jafnaðar-
manna og marxista. Þetta var einn mesti sigur Ólafs Thors á öll-
um stjórnmálaferli hans og sýndi öðru fremur, hvílíkur foringi
hann var. Hann sótti ekki fyrirmæli í kenningar eða kreddur
fremur en arftakar hans“ (I. bindi, bls. 415—416).
Gunnar Thoroddsen fullyrðir raunar að ,,frjálshyggjan“ sé frá-
hvarf frá grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins, „að áhrifamenn
1 flokknum hafi viljað víkja frá þessari stefnu yfir i kalda
•ttarkaðshyggju, þar sem lögmál hinnar óheftu samkeppni — lög-
u^ál frumskógarins, eins og það er stundum kallað — réði ríkjum.
Sumir hafa talið, að til þess að hafa jafnvægi í efnahagslífi, yrði
að stefna til ,,hæfilegs“ atvinnuleysis. Þeir eru jafnvel til, er lita
Sem fyrirmynd þá efnahagsstefnu, sem nú er fylgt í Bretlandi með
hungbærum afleiðingum“ (bls. 256—257).
Málefnaágreiningur hefur verið innan Sjálfstæðisflokksins, en
heldur er óljóst um hvað hann hefur snúist. í Valdatafli er sagt, að
Gunnar Thoroddsen hafi á yngri árum verið í ,,róttækari“ armi
^okksins. Þar er einnig vitnað í ummæli Ellerts B. Schrams þess
efnis, að „Gunnar hefði lengi verið fulltrúi hins ,,frjálslyndari“
arnis flokksins og hann því átt samúð og stuðning sinn“ (bls.
^6). Sjálfur telur Gunnar, að skoðanaágreiningur hafi verið inn-