Saga - 1982, Page 272
270
SVANUR KRISTJÁNSSON
an flokksins: „Það er ekkert launungarmál, að fyrir forsetakjörið
1952 var andstaða gegn mér hjá vissum öflum í Sjálfstæðis-
flokknum. Til þess lágu ýmsar ástæður, þar á meðal beinn
skoðanaágreiningur.
Þeir, sem íhaldsamastir voru í flokknum, töldu mig of frjáls-
lyndan, — of langt til vinstri, sem kallað var. Þeir töldu baráttu
mína frá upphafi fyrir margvíslegum félagslegum umbótum jaðra
við sósialisma og kommúnisma“ (bls. 134).
Engu að siður er alls óvíst, hvort mismunandi hugmyndir eða
ólíkar stefnuáherslur hafi mikið gildi til útskýringar a
innanflokksátökum, þar sem Gunnar Thoroddsen kemur við
sögu; í forsetakosningunum 1952 og myndun ríkisstjórnarinnar t
febrúar 1980. Málefnaágreiningur dugir skammt til að skýra þessa
atburði. Ekki er t.d. annað að sjá en Ólafur Thors og Gunnar hafl
haft mjög áþekkar skoðanir á hver stefna flokksins ætti að vera.
Samt sem áður urðu deilur þeirra í forsetakosningunum 1952 með
þeim hætti að Ólafur segir þremur árum síðar i bréfi til bróður
síns: ,,GThor trúi ég aldrei oftar“ (II. bindi, bls. 219). í júlí 1949
hafði Ólafur hins vegar skrifað: ,,Ég vil að Gunnar sé á þingi---
Gunnar er í fremsta hóp“ (II. bindi, bls. 112). Og árið 1946, eftir
fall nýsköpunarstjórnarinnar, vann Ólafur að endurreisn hennar
undir forsæti Gunnars (sjá M.J. II. bindi, bls. 61—62 og Ó.R-
bls. 221—222). Síðar virðist Gunnar ekki hafa haft mikla fyrir-
vara við leiftursóknarstefnuna fyrir kosningarnar 1979 (sbr.
Ó.R., bls. 173—175). Pálmi Jónsson gerði t.d. veigameiri athuga-
semdir.
Leiftursóknarstefnan varð mjög umdeild innan Sjálfstæðis-
flokksins, en málin þróuðust einfaldlega ekki þannig, að afstaða
manna til hennar réði því, hvort Sjálfstæðismenn styddu núver-
andi ríkisstjórn eða ekki. Enginn hefur t.d. dregið upp opinber-
lega dekkri mynd af leiftursókninni og stefnubreytingu Sjálf'
stæðisflokksins en Guðmundur H. Garðarsson gerði í desember
1979:
Flokkur Bjarna Benediktssonar, Jóhanns Hafstein og Ólafs
Thors, sannanlega frjálslyndur flokkur allra stétta, er ekki leng'