Saga - 1982, Page 274
272
SVANUR KRISTJÁNSSON
tengdasonur Ólafs Thors — voru stuðningsmenn Kristjáns Eld-
járns. Milli Gunnars og Geirs Hallgrímssonar virðist hafa ríkt tog-
streita um árabil, eins og kom berlega í ljós eftir alþingiskosning-
arnar 1979. Barátta Gunnars og Geirs er samt aðeins einn kapítuh
í langri sögu. Þessi saga byrjar i forsetakosningunum 1952, eins
og raunar Matthías Johannessen bendir á og rekur m.a. dæmi fra
bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík 1954 því til staðfestingar (II-
bindi, bls. 221—222). Valdatafl fjallar eingöngu um deilurnar
innan Sjálfstæðisflokksins og þar er einnig ítrekað að „forseta-
kosningarnar árið 1952 ollu djúpstæðum ágreiningi meðal æðstu
forystu flokksins, og kosningarnar 1968 urðu mönnum einnig til-
efni til brigslyrða og deilna, þótt á annan veg væri“ (þls. 81).
Bækurnar gefa allmikla sýn inn í flokksstarf í Sjálfstæðis-
flokknum; þá hlið stjórnmálaflokka, sem ekki er mikið í sviðs-
ljósinu og flokkarnir reyna að halda sem mest fyrir sig — ekki
endilega vegna þess að þeir hafi eitthvað skuggalegt að fela, heldur
til að varðveita ímynd sína sem samstæð heild og vernda þann
trúnað, sem þarf, ef vel á að vera, að ríkja innan félagasamtaka.
Sú mynd, sem gefin er af starfi innan Sjálfstæðisflokksins '
þessum bókum, er ærið mismunandi: Einblínt er á ýmsar dökkar
hliðar í Valdatafli; Gunnar Thoroddsen gefur mjög yfirborðs-
kennda lýsingu, en Ólafur Thors er frekar trúverðug en jafnframt
heldur glæst mynd af foringjanum mikla og flokki hans.
Frásögnin af innra starfi Sjálfstæðisflokksins í Valdatafli vekur
óneitanlega nokkurn ugg hjá lesandanum. Tilboð foringja flokks-
ins um að nota kennaraembætti við Háskólann eða fjölga dómur-
um í Hæstarétti til að leysa innanflokksvandamál (bls. 99—100) er
t.d. ekki fagur vitnisburður um stjórnmálaflokk, a.m.k. ekki um
flokk, sem í orði aðhyllist akademískt frelsi og sjálfstæða dóm-
stóla. Lýsingar á ýmsum flokksmönnum eru einnig heldur dapur-
legur lestur, svo ekki sé meira sagt: valdabrölt, framagirni og
græðgi virðast skipa ,,öndvegi“ í Sjálfstæðisflökknum, ef marka
má þessa bók. Þessar og aðrar niðurstöður í Valdatafli verður þ°
að meta með hliðsjón af aðferðum höfunda og andstöðu þeirra
við Gunnar Thoroddsen. Ritið geymir fyrst og fremst frásagnir af
flokkadráttum og klíkustarfsemi.