Saga - 1982, Page 277
ÞRJÚ RIT UM SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN
275
klofnaði, ef reglur um aukinn flokksaga væru samþykktar.
Spurningin er hins vegar sú, hvort skilningur Gunnars Thorodd-
sens sé ekki nokkur tímaskekkja, vegna þess að yngra fólk í
flokknum — sbr. ályktun síðasta þings Sambands ungra sjálf-
stæðismanna, haldins síðla sumars 1981 — hafi aðrir hugmyndir.
Samt er ekki að vita nema skilningur Gunnars — og raunar Ólafs
Thors — á stefnu og skipulagi flokksins muni þrátt fyrir allt blíva:
að Sjálfstæðisflokkurinn byggi áfram á víðfeðmri, en heldur
óljósri, hugmyndafræði og lauslegu flokksskipulagi. Leiftur-
soknartímabilið verði sem sagt harla stutt í sögu flokksins. Hver
sem þróunin verður mun síðan Valdatafl standa sem heimild um
bann skilning á Sjálfstæðisflokknum, að hann eigi að vera agaður
flokkur þeirra sem aðhyllast kenningar um ,,ósvikna“ markaðs-
byggju og lágmarksumsvif rikisvaldsins. Bækurnar um Ólaf
Thors og Gunnar Thoroddsen sýna, að slíkur flokkur boðaði
varanleg þáttaskil í íslenskri pólitík.
Þröngt sjónarhorn
Hér hefur verið gert að umtalsefni hversu fróðlegar bækurnar
Þrjár eru um margt: uppruna Sjálfstæðisflokksins, stefnu og
agreining innan hans, ásamt að bregða upp glöggum myndum af
’nnra starfi í flokknum. Hver með sínum hætti gæða þær pólitík
lífi og blóði; minna á, að þeir, sem við stjórnmál fást, eru líka
menn með sín séreinkenni en ekki einvörðungu litlausir fulltrúar
hagsmuna og hugmynda. Engu að síður vekja bækurnar ýmsar
spurningar um slík verk. Af mörgu er að taka, en ég kýs að athuga
nánar tvö atriði: annars vegar sjónarhorn persónusögunnar, sem
*agt er til grundvallar, og hins vegar þá heimildanotkun er ein-
^ennir bækurnar — og raunar ,,blaðamennskusagnfræði“ yfir-
leitt.
Ekki verður sagt, að höfundarnir nálgist viðfangsefni sín með
§agnrýnu hugarfari, þar sem reynt er að komast að niðurstöðu
með því að tefla saman mismunandi viðhorfum og heimildum. Að
m>nni hyggju rýrir einsýni mjög gildi bókanna, því að, með fáein-
Um undantekningum, er horft á menn og atburði út frá þröngu