Saga - 1982, Page 278
276
SVANUR KRISTJÁNSSON
sjónarhorni. Ástæðan er varla sú, að persónusaga kalli óhjá-
kvæmilega á slíka aðferð. Þannig er bókin um Ólaf Thors mesta
persónusagan — en jafnframt víðsýnust bókanna þriggja. Við-
ræður Ólafs Ragnarssonar við Gunnar Thoroddsen einkennast
aftur á móti af nær algjöru viljaleysi höfundar til að takast á við
verkefnið af einhverri festu. Komið er víða við, en oftast er haldið
sig við yfirborðið. Raunar fann ég þess harla fá dæmi, að Ólafur
fylgdi sínum eigin spurningum eftir sómasamlega. Á einum stað
(bls. 213) minnir hann þó á, að Gunnar var félagsmálaráðherra 1
stjórn Geirs Hallgrímssonar 1974—1978 og beri þar af leiðandi
einhverja ábyrgð á, að sú ríkisstjórn stóð ekki við fyrirheit fra
febrúar 1974 um umbætur í húsnæðismálum, sem ríkisstjórn
Gunnars ákvað síðan að standa við samkvæmt stjórnarsáttmála.
Einn kafli bókar Ólafs heitir „Sannfæring, flokksræði og frelsi*
(bls. 224—248). Hann gæti vel staðið sem minnisvarði um inni-
haldslítið orðagjálfur í snyrtilegum umbúðum. Þar er m.a. raett
um nýlegar deilur í Sjálfstæðisflokknum, sem sagðar eru standa a
milli hetjunnar Gunnars og skúrkanna, andstæðinga hans t
flokknum. Stjórnarþátttaka Gunnars Thoroddsens og félaga hans
úr Sjálfstæðisflokknum var — að mati Gunnars — uppreisn sann-
færingarinnar gegn flokksræði. Árásir annarra sjálfstæðismanna
á Gunnar kallar Gunnar andstöðu við grundvallarstefnu flokksins
— að bera virðingu fyrir persónufrelsi og skoðunum manna. Ekki
verður annað séð en Gunnar telji andstæðinga sína innan Sjálf-
stæðisflokksins vera nánast hættulega lýðræðinu. Þeir aðhyllist
,,flokksræðissjónarmiðin“ (bls. 245) en, ,,þar sem einræðisstefna
er við lýði og einræðisflokkar við völd, fellur hin algera flokks-
hyggja og flokksræði þar vel að“ (bls. 247).
Auðvitað hefur minnihluti í stjórnmálaflokki rétt til að fylgJa
sannfæringu sinni, en meirihluti hlýtur einnig að eiga rétt a
að
taka ákvarðanir fyrir heildina. Oft getur verið erfitt, jafnvel
ómögulegt, að samræma þessar tvær grundvallarreglur. Ekki ef
hægt að ætlast til, að minnihluti láti sannfæringu sína víkja fyr,r
meirihlutavilja. Samt er höggvið nærri þeim böndum, sem binda
menn saman í félög, ef meirihlutasamþykktir eru ekki virtar. 1
aldaraðir hafa margir fræðimenn og hugsuðir fengist við þennan