Saga - 1982, Page 279
ÞRJÚ RIT UM SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN
277
vanda enda er hann sífellt viðfangsefni, sem varðar tengsl manns
við aðra menn. Flestir, ef ekki allir, sem taka þátt i stjórnmálum,
hvar í flokki sem er eðá utan flokka, hafa gert hið sama.
Gunnar Thoroddsen hefur verið þingmaður í nærri hálfa öld,
°ddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var hann í rúman ára-
tug, ráðherra í mörg ár, varaformaður flokksins og formaður
bingflokksins um nokkurt skeið. Gunnar er jafnframt doktor í
lögum og var prófessor í lögfræði við Háskólann og dómari við
Hæstarétt. Það hefði verið bæði fróðlegt og gagnlegt að heyra
skoðanir hans á þessu sígilda vandamáli. En í þessari bók er því
ekki að heilsa. í staðinn er sett fram sú skipting, að annars vegar
séu menn sem segja: „Flokkurinn fyrst — siðan þjóðin“ (bls.
225), og hins vegar: ,,í augum réttsýnna manna er þjóðfélagið og
Þjóðarhagur fremst í röð. Innanhússvandamál eins flokks geta
aldrei yfirskyggt þjóðarhag. Flokkshyggja og flokksblinda mega
^ldrei heltaka menn“ (bls. 237).
Svona ,,röksemdafærsla“ er hreint ekki trúverðug og raunar
erfitt að skilja, hvaða tilgangi hún þjónar, nema þá sem einföld
réttlæting á eigin gerðum.
Um Valdatafl þarf varla að ræða í samhengi við einhverja
heildarsýn yfir menn og málefni. Þar ræður m.a. andúð á Gunn-
ari Thoroddsen ferðinni og er raunar látin berlega í ljós (t.d. á bls.
40).
Bókin um Ólaf Thors er miklu hreinskilnari og vandaðri bók en
hinar tvær. Aðdáun höfundar á Ólafi er augljós og yfirlýst en
Sumt er reynt að skoða hann með hliðsjón af samtíð og samferðar-
^önnum. Leitast er við að gera nokkra grein fyrir afstöðu ann-
arra en Ólafs til málefna, sem og til persónu og stjórnmálastarfs
söguhetjunnar. Matthías sér fáa, ef nokkra, galla á Ólafi Thors,
etl hann er samt ekki að búa til helgimynd né reynir hann að dylja
^a staðreynd, að bæði Ólafur og flokkur hans voru og eru um-
Ueildir meðal þjóðarinnar. Engu að síður er Matthías ekki alveg
^r'r við að gera lítið úr skoðunum og tilfinningum fólks. Á einum
stað lýsir hann t.d. æskuheimili Ólafs Thors að Fríkirkjuvegi 11:
I húsinu voru 15 herbergi á tveimur hæðum, 6 herbergi niðri,