Saga - 1982, Blaðsíða 280
278
SVANUR KRISTJÁNSSON
fyrir utan eldhús, og 9 herbergi uppi, 8 svefnherbergi og
lestrarstofa fyrir börnin. Þrjár stúlkur voru til hjálpar við
heimilisstörfin, og veitti ekki af í svo stóru húsi. Mörgu þurfti
að sinna á svo fjölmennu heimili, útbúa mat fyrir veturinn,
fatnaður kvenna var að mestu leyti saumaður heima, alhr
sokkar prjónaðir þar o.s.frv. Á heimilinu voru 17 manns,
þegar flest var, 11 börn, hjónin, gömul amma og stúlkurnar
þrjár....
Á móti austri á neðri hæð var skrifstofa Thors Jensens, dag-
leg stofa, smástofa húsmóðurinnar, kabínettið kölluð. Á móti
vestri út að Tjörninni voru 3 stofur, stór borðstofa, salurinn og
rauða stofan. Rauða stofan var notuð, ef fátt var, en hinar
teknar í notkun, ef fjölmennar veizlur voru haldnar. í borð-
stofunni rúmuðust auðveldlega 24 í sæti.
í boðum og veizlum var alltaf veitt vín, og átti Thor Jensen
vinkjallara. í kjallaranum var einnig billjarðstofa, þar sem
drengirnir voru með vinum sínum, en húsbóndinn spilaði al-
drei. (I. bindi, bls. 55—56.)
Mitt í frásögnina skýtur Matthías inn einni setningu: ,,Ekki var
laust við að börnin [þ.e. Ólafur og systkini hans] heyrðu raddir,
sem bentu til þess, að öfund réði orðtakinu“ (bls. 55). Ekki virðist
það hvarfla að Matthíasi að leita annarra skýringa á afstöðu
fólks til ríkidæmis Thorsfjölskyldunnar en ,,öfundar“. Hvað
með réttlætiskennd þeirra, sem sveið örbirgðin mitt innan um
munað hinna fáu?
í einu tilviki jaðrar frásögn Matthíasar við sögufölsun, a.m.k-
lætur hann óskhyggju sína, en ekki hlutlægni, ráða ferðinm-
Hann ræðir um Sjálfstæðisflokkinn og nasismann, en sleppir Þar
mörgu, sem máli skiptir. í yfirliti um kreppuárin segir Matthias
m.a.: „Þjóðernissinnar létu mikið að sér kveða, en áhrif þeirra
voru öll á yfirborðinu“ (I. bindi, bls. 171). í ritgerð Ásgeirs Guð-
mundssonar um Þjóðernishreyfingu íslendinga og Flokk þjóð-
ernissinna kemur fram allt önnur mynd (Saga, 1976. Matthias
vitnar til hennar á einum stað í II. bindi). Þar er m.a. greint fra
því, að við bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 1934 voru tveir