Saga - 1982, Síða 285
ÞRJÚ RIT UM SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN
283
Gagnkvæm tortryggni Ólafs og forystu Framsóknarflokksins
tengist mjög samningi, er gerður var milli Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins í janúar 1942. Matthías rekur þá sögu nokk-
uð ítarlega (I. bindi, bls. 326—342) og heldur sterklega fram þeirri
túlkun Ólafs Thors, að samið hafi verið um að ,,Sjálfstæðisflokk-
urinn mundi ekki hafa frumkvæði að því að breyta kjördæma-
skipuninni 1942“ (I. bindi, bls. 327). Engu að síður liggur fyrir
yfirlýsing Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar, dagsett
daginn eftir að samningurinn var gerður, sem Matthías birtir í
sinni bók. í yfirlýsingunni segir m.a. að Ólafur Thors og Jakob
Möller hafi lofað ,,að breytingar á stjórnarskrá eða kjördæma-
skipan skyldi ekki ná fram að ganga á næsta þingi“ (I. bindi, bls.
333). Það liggur nokkuð beint við að líta á þessar tvær túlkanir
sem ,,jafnréttháar“, í þeim skilningi, að báðir aðilar hafi haft
nokkrar ástæður fyrir sinni skoðun. Matthías skýrir eingöngu af-
stöðu Ólafs Thors og sjálfstæðismanna, sem verður til þess að
hann getur ekki gefið neina haldbæra skýringu á sjónarmiði og
viðbrögðum framsóknarmanna eða ,,hve mál þetta hefur verið
lengi eins og bögglað roð fyrir brjósti framsóknarmanna“ (I.
bindi, bls. 334).
Að minni hyggju verða einnig hinar mismunandi útgáfur á
stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens — sem áður er vikið að —
skiljanlegri, ef haft er i huga, að sama atburð má með nokkrum
rétti túlka á mismunandi vegu. í blaðaviðtali segir t.d. Benedikt
Bogason frá samtali sínu við Guðmund Þórarinsson í alþingishús-
inu 24. janúar 1980:
,,Þetta var tveggja manna tal yfir kaffibolla. Ég lýsti þar þeirri
skoðun minni að ég teldi að í þeirri erfiðu pattstöðu sem var þá
væri Gunnar maðurinn sem gæti leyst hana“ (Dagblaðið/Vísir, 5.
des. 1981).
Samtalið má síðan túlka á mjög mismunandi hátt, og jafnvel
geta samtalsmennirnir sjálfir hafa lagt ólíkan skilning í samræð-
urnar. Þeir Benedikt og Guðmundur eru nefnilega ekki eingöngu
góðkunningjar, heldur er Benedikt einnig vinur og stuðningsmað-
ur Gunnars Thoroddsens og hefur verið um árabil — og Guð-
mundur er þingmaður Framsóknar. Hann kemur þessari ábend-