Saga - 1982, Page 294
Ritfregnir
Gunnar Karlsson: HVARSTÆÐA, LEIÐBEININGAR UM
BÓKANOTKUN í SAGNFRÆÐI. Rv. 1981. — Sami:
BARÁTTAN VIÐ HEIMILDIRNAR. LEIÐBEININGAR
UM RANNSÓKNARTÆKNI OG RITGERÐAVINNU 1
SAGNFRÆÐI. Rv. 1982.
Ritsafn Sagnfræðistofnunar 6 og 7, ritstjóri Jón Guðnason.
Ritsafn Sagnfræðistofnunar hefur nú lifað af frumbernskuna, hættu-
legasta æviskeið ritraða, og náð festu með u.þ.b. tveggja hefta útgáfu a
ári. Ég held að röðin hafi sannað gildi sitt og sé að verða hin eigulegasta
fyrir allt áhugafólk um sagnfræði. Þótt hún sé öðrum þræði
„innanhússútgáfa" í sagnfræði við Háskóla íslands og nærri öll heftm
orðin þar til, ýmist sem námsritgerðir eða kennslubækur.
Og sem kennslubækur hefur Gunnar prófessor Karlsson samið heftm
tvö sem hér eru til umfjöllunar, bæði orðin til upp úr fjölritaðri frumger^
sem Gunnar hefur notað við kennslu. Þau eru um 120 síður hvort, bæði
með allmörgum skýringarmyndum. Þau eru leiðbeiningarrit handa þeim
sem skrifa fræðilega um sögu, Hvarstæða um það hvernig maður finnur
heimildarrit, Baráttan um það hvernig úr þeim er unnið. Báðar eru sarnd-
ar sem byrjendabækur, ekki skirrst við að ræða mjög einföld og sjálfsögð
atriði, og Baráttan er sérstaklega stíluð til þeirra sem skrifa BA-ritgerð |
sögu við Háskóla íslands. Höfundur lætur þá von í ljósi að kverin getj
nýst fleirum en stúdentum, og nefnir til ,,byrjendur“ eða „leikmenn >
sagnfræði,“ en ég sé ekki betur en fjölmargt í þessum bókum sé gagnlegt til
athugunar fyrir reyndari höfunda; a.m.k. á ég ábyggilega eftir að fletta
upp í þeim við ýmis tækifæri og sakna þess sáran að hafa ekki haft þmr
handbærar fyrr.
í Hvarstœðu er stuttur kafli um skjalasöfn, og samsvarandi kaflakorn i
Baráttunni um það hvernig vísa beri til óprentaðra heimilda. Annars er öll
umræða miðuð við prentaðar heimildir, og aðallega við íslandssögu. _
Fyrir utan áðurnefndan kafia um skjalasöfn, annan um bókasöfnin i
Reykjavík, og svo inngang, þá er meginefni Hvarstæðu þrenns konar.
Fyrst þriðji kafli: „Bókfræði“, þar sem leiðbeint er um leit að fræðiriturn
eða ritgerðum með hjálp spjaldskráa, bókfræðirita og annarra
hjálpargagna.