Saga - 1982, Page 295
RITFREGNIR
293
Síðan fimmti til níundi kafli þar sem rætt er í stuttu máli um nokkra
helstu flokka hjálparrita og prentaðra heimilda. Kaflafyrirsagnir eru :
..Uppsláttarrit, Yfirlitsrit, Mannsaga, Staðfræði, Orðabækur,“ og síðan
.. Prentaðar frumheimildir“, sem skipt er í ,,lög og reglur, dóma,
tölfræði, bréf og skjöl, annála, sögur, blöð“. Frumheimildakaflinn er
miðaður við íslandssöguna eina, og þar er mest fjallað um síðari tíma
útgáfur eldri ritheimilda, stuttlegar um yngri heimildir sem samdar eru
beinlínis til prentunar, Stjórnartíðindi, Alþingistíðindi, Hagskýrslur,
minningar o.fl. í öllum þessum hluta Hvarstæðu er fléttað saman
uPptalningu á allmörgum helstu ritum og leiðbeiningum um eðli og
notkum hvers ritaflokks.
Þriðji þáttur bókarinnar er ellefti kaflinn: „660 íslensk sagnfræðirit“
usamt ,,Ritaregistri“. Þetta er flokkuð ritaskrá, án umsagna, og sleppt
ritum sem nefnd eru í fyrri köflum bókarinnar, en þau eru tekin með í
registrið, sem raðað er eftir höfundum/titlum. í flokkuðu skránni eru
fyrst talin ,, Hjálparrit (aðferðafræði og söguheimspeki, bókfræði, heim-
'ldafræði, skriftarfræði)“, síðan fræðirit (ásamt einstaka heimildaútgáfu)
utn Islandssögu í 55 flokkum, skipting eftir efnissviðum fremur en
rimabilum, en auk þess táknað við hvert rit hvaða sögutíma það spannar.
Baráttan við heimildirnar er efnis síns vegna læsilegri heild en
Hvarstœða, meiri umræða og minni upptalning. í stuttu máli er komið
viða við: fjallað um efnisval BA-ritgerða; raktar reglur um samningu
Þeirra og skil; nokkrar lífsreglur lagðar um efnisskipan, mál og stíl; einnig
Um kort, myndir og töflur; komið að nokkrum atriðum um söguspeki eða
bekkingarfræði sögunnar og tengsl hennar við félagsvísindi; og kafli er
líka um útgáfuvinnu þar m.a. er birtur prófarkastaðallinn og gerð grein
fyrir breytingum sem tölvusetning og offsetprentun hafa valdið á
hlutverki höfundar eða útgefanda, og er sá kafli góður fyrir þá eldri í
fyginu ekki síður en stúdenta.
Þó eru ótaldir þeir tveir efnisþættir Baráttunnar sem telja verður
Þungamiðju hennar, einkum sem kennslubókar. Það er í fyrra lagi
leiðbeining um hinn formlega frágang tilvitnana og heimildavísana; og í
annan stað leiðsögn um hið dulda handverk að baki fræðiritgerðar,
skráningu heimilda og minnisatriða, samningu uppkasts og breytingar á
Því. hreinritun, samanburð við heimildir.
I þessum efnum hvorum tveggja lýsir Gunnar nokkuð nákvæmlega því
verklagi sem hann sjálfur hefur tamið sér, sumpart til beinnar eftirbreytni,
°g rökstyður þá oft val sitt á handbragði, en sumpart líka sem dæmi,
eitt af mörgum hugsanlegum, um þá góðu lífsreglu að menn „geri sér
tæknileg atriði ... venjubundin þannig að þeir geti ... [hugsað] um það
Sern meira máli skiptir, innihald ritverka sinna.“ (Bls. 7.) Um sumt bendir
^Unnar á aðrar leiðir en hann fer sjálfur, lýsir t.d. aðallega þrem kerfum
rilvísana (þó með fleiri tilbrigðum), þar af aðeins tveim sem hann sjálfur