Saga - 1982, Page 298
296
RITFREGNIR
steins Thorarensens sem þýtt hefur og umsamið fjölda bóka um listir og
menningarmál. Þegar eru komnar út undir hans stjórn Þróun listar frá
steinöld til geimaldar í þremur bindum, Nútímalistasaga Fjölva og
nokkrar listaverkabækur sem fjalla um einstaka heimsþekkta listamenn.
Undanfarnir áratugir hafa verið afar gróskusamir tímar í íslenskum
byggingariðnaði. Heil hverfi hafa risið, borgir skipulagðar (og endur-
skipulagðar) og hús teiknuð af arkitektum sem lokið hafa prófi frá virtum
erlendum menntastofnunum, þvi að ekki er enn hægt að nema þessa list
hérlendis. í íslensku borgar-,,landslagi“ ægir þess vegna saman ólíkum
arkitektúrtilbrigðum sem eiga uppruna í fjarlægum menningarlöndum.
Það var því sannarlega kominn tími til að gefa íslenskum listunnendum
kost á bókmenntum um heimsarkitektúrinn, bæði sér til fróðleiks og
skemmtunar.
Byggingarlistasaga Fjölva er ágætt uppsláttarrit um þróunarsögu arki-
tektúrsins, (líkt og raunar ótal önnur samskonar rit sem komið hafa út á
tveimur síðastliðnum áratugum), lesandinn kynnist ólikum bygg'
ingarmöguleikum bæði í efni og útfærslu, en bókin skiptist annars í fimm
eftirfarandi kafla: Fjarrænir heimar (Kína, Japan, Indland, Indíánalist);
Fornþjóðirnar (Mesópótamía og Nálæg Austurlönd, Egyptaland, Ægi'
hafið, Grikkland, Rómaveldi); Miðaldirnar (Snemmkristin og býsönsk og
Karlungalist, Rómanski stíll, Miðaldakastalar, Gotneski stíll, íslömsk
byggingarlist); Endurreisnin (ítalska endurreisnin, Útbreiðsla endur-
reisnar og Fægistíll, Hlaðstíll, Barokk, Nýlendustílar); Nútíminn (Sögu-
stílsmoðun nítjándu aldar, Nýtt upphaf, Líðandi stund síðan 1918). Eins
og sjá má er enginn kafli sem fjallar sérstaklega um norræna byggingarlist
og lítið er gert til að tengja efni bókarinnar íslenskri listasögu. Það hefði
þó verið leikur einn að fá íslenska fræðimenn til að rita slíkan viðbótar-
kafla og þannig sett lesandann í nánara samband við hin fjarlægu menn-
ingarlönd.
Þótt efni bókarinnar sé lítt aðlagað íslenskri menningarsögu, hefur
þýðandinn lagt sig allan fram við að íslenska texta bókarinnar. Þetta er
eflaust þarft verk, jafnvel nauðsynlegt, en þó verður að fara að með mik-
illi gát í allri nýyrðasmíð, því það er frumskilyrði að íslenska orðið nái að
spanna þann raunveruleik sem erlenda orðið lýsir. Orð stendur ekki
aðeins fyrir hlut, heldur einnig fyrir hugsun, og þá kemur til af hálfu þýð'
andans og nýyrðasmiðsins ákveðinn fræðilegur ásetningur og þekking a
því sem um er að ræða. í þessari bók rekumst við á orð eins og gnæfa>
hlaðstíll og fægistíll, sem erfitt er að teagja viðkomandi stílfyrirbrigðum-
Og enginn vafi er á að þýðandinn gengur of langt er hann vill rita erlend
orð með íslenskum hætti eins og t.d. ,,Síkagóstíllinn“. Hér erum við
reyndar komin með þriðja tungumálið sem hætta er á að enginn skilji-
Við skulum ekki gleyma að tungumálið er fyrst og fremst notað til tja'
skipta. Við lestur bókarinnar verður maður því var við ákveðna fljót-