Saga - 1982, Page 301
RITFREGNIR
299
byggðar og efnahagsástand á síðmiðöldum voru settar fram í verkum
þeirra M. M. Postans 1939 og W. Abels 1943. Fram til þess tíma hafði al-
mennt verið talið að síðmiðaldir hefðu verið tímabil hagvaxtar og vel-
megunar, en í skrifum Postans og Abels kvað við annan tón. Sama mátti
segja um verk frakkans Le Roy Ladurie. Veltu þessir fræðimenn fyrir sér
ástæðum til fólksfækkunar, og bar ekki saman. Niðurstöður voru
ræddar á sagnfræðingaþingi í Róm 1955 og Vínarborg 1965. Þótti hlutur
Norðurlanda heldur rýr og var það m.a. kveikjan að þessum rann-
sóknum. Vildu menn kanna ítarlega byggðaþróun í Skandinaviu á tíma-
bilinu frá um 1300 — 1600, og hvort ástæður fólksfjögunar væru hlið-
stæðar um alla Evrópu. Var hugmyndin að safna gögnum frá
Norðurlöndunum öllum, Færeyjum og Grænlandi og skosku eyjunum,
en af þvi gat ekki orðið enda víða örðugt um vik einkum þar sem einvörð-
ungu hefði orðið að styðjast við fornleifarannsóknir.
Markmið rannsóknanna var að fá til samanburðarfróðleik um byggða-
þróun á víðfeðmu landsvæði sem nær allt frá Öndverðarnesi til Finnska
flóa. Voru aðferðir við rannsóknir samræmdar og rannsóknarsvæði valin
þannig að ýmsar breytur kæmust vel til skila. Könnuð voru
landbúnaðarsvæði, fiskveiðisvæði og héruð með mismunandi legu
landfræðilega. Aðstandendur rannsóknarinnar leggja þunga áherslu á að
með þessu verki hafi Norðurlönd hafist jafnfætis öðrum Evrópuþjóðum
á þessu sviði hagsögunnar eins og segir orðrétt á bls. 18:
A particularly significant aspect of the project lies in the fact that
the whole of Scandinavia may now take part in the many-sided
debate on a par with the other regions of Europe.
III.
Bókin Desertion and Land Colonization in the Nordic Countries c.
1300 — 1600 skiptist í 11 kafla auk inngangs og viðbætis.
Erik Lönnroth ritar inngang en höfundarnir fimm skipta síðan með sér
öðrum hlutum bókarinnar.
Svend Gissel gerir grein fyrir norrænum eyðibýlarannsóknum og fram-
lagi þeirra til evrópskra rannsókna á eyðingu byggðar á síðmiðöldum í 1.
kafla, og skipulagningu rannsóknanna i 3. kafla. Þá fjallar hann i 7. kafla
bókarinnar um afgjöld, skatta, tíund og aðra efnahagslega þætti eins og
jarðaverð og rekur þróun þeirra, og í 9. kafla fjallar hann um verslun og
samgöngur, áhrif þeirra á búsetuþróun, svo sem þéttbýlismyndun, en
Þessa þætti hafa sagnfræðingar eins og H. Pirenne, C. Weibull, E.
Lönnroth og J. Scheiner talið ráðandi um byggðaþróun.
Eva Österberg greinir frá rannsóknaraðferðum í 4. kafla, en ræðir um
félagslega áhrifavalda byggðaþróunar í 10. kafla, þar sem athugað er