Saga - 1982, Page 302
300
RITFREGNIR
hvemig þjóðfélagsgerðin hefur áhrif á búsetu, áhrif hernaðar og annarra
þjóðfélagsátaka og síðan áhrif byggðaþróunar á þjóðfélagsmyndun.
Björn Teitsson gerir í 8. kafla grein fyrir áhrifum landfræðilegra þátta á
búsetu, en slíkir áhrifavaldar hafa vakið athygli franskra sagnfræðinga.
Rekur hann áhrif loftslags og veðráttu, jarðvegs, hæð byggðar yfir sjáv-
armáli, fjarlægð frá samgönguleiðum, stærð býla, tegund framleiðslu
þeirra og aldur. Leiðir hann vel í ljós samspil landfræðilegra þátta og
áhrif þeirra á byggðaþróunina.
Jorn Sandnes fæst við búsetuþróunina frá um 1300 — 1540 í 5. kafla og
gerir grein fyrir niðurstöðum rannsóknanna í lokakafla bókarinnar þar
sem hann dregur saman meginniðurstöður. Þá ritar Eino Jutikkala um
aukningu fólksfjölda og byggðar á 16. öld i 6. kafla.
í bókarauka er grein um rannsóknir á landnámi i Tornedal í landa-
mærum Svíþjóðar og Finnlands birt sem dæmi um samvinnu manna úr
ýmsum fræðigreinum. Einnig er ritaskrá, skrá um allar rannsóknarrit-
gerðir og nafnaskrá.
Höfundar gera skilmerkilega grein fyrir viðfangsefni sínu, og ber lítt á
því við lestur að hér sé margra manna verk á ferð. Einhvern veginn hef ég
þó á tilfinningunni að hin enska þýðing hafi hér áhrif, en mér þykir þýð-
ingarbragurinn töluverður á texta, orðaröð og setningaskipan oft fremur
skandinavísk en engilsaxnesk. Vafalaust er þetta munurinn á því að semja
rit á viðkomandi tungu eða láta þýða fullbúinn texta, en ekki mun þetta
hafa áhrif á gagnsemi ritsins sem framlags í umræðu um byggðasögu
meðal fræðimanna sem geta stautað sig framúr ensku fremur en
skandinavískum málum. Höfundar hafa ekki staðið frammi fyrir auð-
veldu verki þar sem af þeim var krafist að þeir gerðu almenna grein fynr
viðfangsefni sinu með tilvisunar til þess efnis sem fyrir lá í formi 36 rann-
sóknarverkefna. Rétt er að hafa í huga að 9 bindi hafa séð dagsins ljós þar
sem birtar eru nokkrar rannsóknir norðmann, svía og dana. Sumt sjálf-»
stæð verk t.d. 2. bindi: Hornherredsundersögelsen og 6. bindi: Stjördalen
gjennom bölgedalen. Þá geyma önnur samantekt úr ýmsum rannsóknar-
ritgerðum t.a.m. 7. bindi: Senmiddelalder i norske bygder og 8. bindi a og
b: Studier i Vástsvensk bebyggelseshistoria 1300 — 1600. Hljóta þeir sem
hug hafa á að kynnast rannsóknum þessum nánar að leita til þessara rita,
því yfirlitsbindið er auðvitað á engan hátt tæmandi um efnið.
Hlutur Íslands í þessum rannsóknum var sá að Björn Teitsson ritaði um
byggð í Suður—Þingeyjarsýslu, Árni Indriðason um byggðaþróun 1
austanverðum Skagafirði og höfundur þessara orða um Byggð á utan-
verðu Snæfellsnesi. Var fjallað um landbúnaðar- og sjávarútvegssvæði og
þá um leið dreifbýli og þéttbýli á miðöldum. Fékkst því fróðlegur
samanþurður á byggðaþróun þessara svæða. íslenskar rannsóknir hefðu
að meinalausu mátt vera fleiri en þær urðu í lokin. Reyndar hófu fleu1
störf við verkefni tengt þessum rannsóknum en hættu við. Mjög mikið