Saga - 1982, Page 304
302
RITFREGNIR
V.
Að lokum skal þess getið að á yfirlitskortum hefur rannsóknar-
svæðunum í Skagafirði og Þingeyjarsýslu verið víxlað, en að öðru leyti
virðist sem bókin sé nokkuð laus við villur. Um mat á rannsóknaraðferð-
um og gæðum rannsókna verður að setja í dómarasætið einhvern sem er
verkinu minna handgenginn en undirritaður.
Ólafur Ásgeirsson.
Guðmundur Jónsson: VINNUHJÚ Á 19. ÖLD. Ritsafn
Sagnfræðistofnunar 5. Reykjavík 1981.
Talsverð breyting hefur orðið á viðfangsefnavali sagnfræðinga hin
síðari ár. Áður bar langmest á umfjöllun um stjórnmálasögu og oft 1
formi ævisagna, en atvinnu- og hagsaga kom næst, t.d. í ritum þeirra
Jóns Aðils og Þorkels Jóhannessonar. Þessi svið eru enn rækt, en athyg1'
in hefur í vaxandi mæli beinst að hinu síðarnefnda auk ýmissa þátta fé-
lagssögu og sögu 20. aldar. Könnun siðastnefnda sviðsins gæti verið
hreint björgunarstarf, ef alúð væri lögð við könnun annarra heimilda en
þeirra, sem ekki glatast, þ.e. prentaðra eða fjölritaðra heimilda. Hér er
einkum átt við munnlegar heimildir, enda hliðstætt flóð greinargerða og
skýrslna og nú gerist hefur tæplega dunið yfir þjóðina síðan á ofanverðri
18. öld.
Undirritaður er einn þeirra manna, sem hefur meira gaman af umfjöllun
um líf fyrri manna í landinu en nútímamanna, enda hefur hann reynt að
fylgjast jafnóðum með því sem gerst hefur síðustu þrjá til fjóra áratugi-
Rit það, sem hér skal kynnt, vakti því verulega forvitni og það því fremur,
að þar er fjallað um lítt kannað svið til þessa.
Vinnuhjú á 19. öld skiptist í fimm aðalkafla, sem flestir skiptast siðan i
nokkra þætti. í inngangi er drepið á eldri rannsóknir á þessu viðfangsefm
og verkinu sett það markmið, að gerð skuli grein „fyrir félagslegri og
efnahagslegri stöðu vinnuhjúa á 19. öld“. Afmörkunin er sögð ráðast af
því, að hún veiti tækifæri til að fjalla bæði um vinnuhjú í hinu kyrrstæða
bændasamfélagi og breytingar á stöðu þeirra með nýjum atvinnuháttum,
og er þetta augljóslega rétt athugað. Annar kaflinn nefnist Þjóðfélags-
staða vinnuhjúa og er í þremur þáttum. Fyrsti þátturinn fjallar um fjölda
vinnuhjúa, sem virðast hafa verið um fjórðungur þjóðarinnar meginhluta
19. aldar, og hinir tveir um réttarstöðu vinnuhjúa og breytingar á henm
og um vistarbandið, einkum orsakir þess. Þar eru orsakirnar undirstrik-