Saga - 1982, Page 305
RITFREGNIR
303
aðar, óttinn við að missa vinnuafl úr sveitunum og óttinn við föru-
mennsku á aflaleysisárum.
Líta má á tvo fyrstu kafla ritsins sem nauðsynlegan aðfara að þriðja og
fjórða kafla, sem mynda kjarna þess. Þriðji kaflinn nefnist Kaup og kjör
vinnufólks á 19. öld. Hann hefst á stuttri frásögn um bréf frá íslands fá-
tæklingum til Landsnefndarinnar fyrri (1770-1771). Bréf þetta veitir inn-
sýn í kjör vinnufólks og hjáleigu- og tómthúsmanna á ofanverðri 18. öld
og er þekktasta heimildin um það efni, en fleiri slíkar hafa varðveitst.
Síðan er fjallað um vinnutíma, sem var langur, fæði, klæði og þjónustu
og loks um kaupgjald. Sá þáttur og reyndar kaflinn i heild geymir margar
athyglisverðar upplýsingar. Fram kemur, að ekki var ótítt á öndverðri 19.
öld, að hjú fengju ekki annað kaup en föt og fæði, ekki síst vinnukonur.
Greint er frá miklum launamun vinnukvenna og vinnumanna, einkum
fyrst á öldinni, en síðar jafnaðist þetta. Hér hefði samanburður við 18.
öld verið áhugaverður, en ein heimild bendir til, að lítill munur hafi verið
á launum vinnukvenna og vinnumanna um 1720. Skyldi minnkandi ullar-
iðnaður á heimilum vera orsök þess, að launamunur fór vaxandi frá 1720
til öndverðrar 19. aldar? Guðmundur heldur sig innan hins markaða
ramma og verður þvi ekki með neinni sanngirni átalinn fyrir að leita ekki
svars við spurningum af þessu tagi. Síðasti þáttur kaflans fjallar um arð-
semi vinnuhjúahalds og skoðanir 19. aldar manna á því atriði. Er það
fróðlegur lestur, sem bendir til verulegrar viðhorfsbreytingar frá 19. öld
til nútímans.
Fjórði kaflinn nefnist Frá ánauð til atvinnufrelsis og er í fjórum þátt-
um. Fyrst er gerð grein fyrir hjúahaldi fram um 1860, eflingu atvinnuvega
og aukinni eftirspurn eftir vinnuafli, en afleiðing hennar var kauphækk-
un. Loks komst á hið eldra skipulag, og sáu ýmsir bændur það eitt ráð til
úrbóta að herða lagaákvæði um vinnufólk. Sú viðleitni bar þó lítinn ár-
angur. Lausamennska, lögleg og ólögleg, færðist í vöxt svo sem gert er
grein fyrir í öðrum þætti, enda sömdu sumir vinnumenn við bændur um
að mega heita vinnumenn þeirra, vinna þeim um heyannir, en stunda sjó á
öðrum árstíma. Þriðji þáttur fjallar um samkeppnina um vinnuaflið á
síðustu tugum aldarinnar og fólksflutninga út sveitum. Þar er bent á, að
landbúnaður hafi ekki getað tekið við meiri fólksfjölgun að óbreyttum
búskaparháttum, og hún hafi leitað útrásar eftir tveimur farvegum, til
hinna vaxandi þéttbýlisstaða og til Ameríku. Meira bar á síðarnefnda úr-
ræðinu 1870-1890, en síðar breyttist þetta. Guðmundur færir og rök að
Því, að vinnufólk hafi verið verulega kauplægra á þessu tímabili en verka-
fólk í þéttbýli og sjómenn og það þótt tekið væri tillit til atvinnuöryggis
°g ókeypis klæða og fæðis, en þetta hafi þó jafnast nokkuð vegna
samkeppninnar um vinnuafl og samanburðar á kjörum. Síðasti þáttur
haflans fjallar um lausn vistarbandsins, en það var fáum hindrun eftir
'agasetningu 1907.