Saga - 1982, Page 307
RITFREGNIR
305
U1 1905, að Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað, en Svarfdæladeild varð
hluti þess. í sama mund var farið að skipa pöntunarvörum upp á Dalvík
og árið eftir var sauðfé bænda fyrst slátrað þar í þorpinu. í framhaldi af
því hlaut Dalvík kauptúnsréttindi 1909. Það sama ár var stofnað Kaup-
félag Svarfdæla og í kjölfar þess Landafurðafélag þeirra, sem m.a. rak
fjómabú. Árið 1918 fær Kaupfélag Eyfirðinga verslunarleyfi á Dalvík og
stofnar þar útibú. Lengra er ekki sú saga greind í þessu bindi. En samtímis
og Dalvíkingar bjuggu við ýmiskonar samvinnuverslun var þar einnig
kaupmannaverslun. Þar kom fyrst við sögu (1902) og lengi síðan Þor-
steinn Jónsson, en hann átti með verslun sinn og útgerð mikinn hlut að
vexti Dalvíkurþorps. En fleiri Dalvíkingar urðu til þess að reka verslun á
fyrrgreindu tímabili. Kristmundur virðist rekja itarlega verslunarsögu
héraðsins fram um 1920, svo að eftir lesturinn er mæta vel ljóst, hvernig
henni var háttað.
Samneyti dalbúa og Dalvikinga, jafnframt verslun á báða bóga, réðst
að miklu leyti af samgöngum og fyrir því gerir Kristmundur glögga grein.
Mesta athygli vekur með hvaða hætti „akbrautin i Svarfaðardal“ varð til,
en hún lá frá Dalvík og fram dalinn vestan verðan. Komið var á samtök-
um um þegnskylduvinnu, er stóð frá 1909 - 1929. Þegar í öndverðu hétu
nokkuð á annað hundrað manns að gefa þrjú dagsverk á ári í 10 ár. Kven-
fólk tók þátt í þessari þegnskylduvinnu. Enn má telja markvert við þessi
samtök, að eitt sinn fór hreppsnefnd fram á, að Alþing veitti tvö þúsund
hrónur til ,,brautarinnar“ gegn því að heimamenn legðu fram tvöfalt
hærri upphæð í dagsverkum og peningum. Alþing tók í hina framréttu
hönd og telur Kristmundur, að ekkert fordæmi hafi verið fyrir slíkri fjár-
veitingu. Ofan á þegnskylduvinnuna bættust skemmtanir, sem oft voru
haldnar til styrktar ,,brautinni“. Þessi langvinna samhjálp vottar um
mikla og þroskaða félagshygð. — Sími kom í byggðina 1906, en póstaf-
greiðslu fengu Dalvíkingar ekki fyrr en 1929.
I kaflanum um heilbrigðismál er víða komið við og margt rakið ítarlega
með töflum og skýrslum, en læknir settist að á Dalvík 1908. Rætt er í
Þessum kafla um mataræði jafnt inn til dals og út við strönd og drepið á
s'tt hvað forvitnilegt í því efni. Kristmundur telur, að mataræði Svarf-
hæla hafi verið frábrugðið því, sem var til sveita annars staðar norðan-
*ands, því að aðalfæði þeirra hafi verið hvers konar sjófang, en því olli
mikill sjávarútvegur og að sumu leyti erfið verslunarsókn. Þar var salt-
f'skur þó ekki algengur á borðum fyrr en eftir aldamót, en hins vegar nýt,
v'sinn og hertur. Strandbúar, einkum þurrabúðarfólk, höfðu lítið annað
hjöt en fugl og sel. Svartfugl var mikið veiddur með skotum, en auk þess
Var alltítt, að Svarfdælir færu á hverju sumri allt fram undir aldamót
lestarferðir til Skagafjarðar eftir Drangeyjarfugli. Drepið er hér á ýmis-
*e8t, sem fremur var fágætt að hafa til matar, en þó ekki með öllu óþekkt
annars staðar.