Saga - 1982, Side 308
306
RITFREGNIR
Fyrir félagsstörfum í Svarfaðardal er gerð ítarleg grein - iþróttafélagi.
verkalýðsfélagi, bindindisfélagi og Málfundafélaginu Öldunni. Maður,
sem Kristmundur helgar sérstakan kafla, kom mjög við sögu tveggJ3
hinna síðast nefndu, en sá var Guðjón Baldvinsson. Hann var f. 1883, tók
stúdentspróf og hóf nám við Hafnarháskóla. Sigurður Nordal var
bekkjarbróðir hans og sambýlismaður í Höfn, en þeir lögðu stund á sömu
námsgrein. Sjúkdómur kom í veg fyrir, að Guðjón lyki prófi við háskól-
ann. Árið 1908 stofnaði hann unglingaskóla í heimahögum sínum og enn-
fremur Málfundafélagið Ölduna, en veigamest i starfi þess var samning
ritgerða um margs konar efni. ,, Hugur Guðjóns hneigðist til sálfræð',
heimspeki, jafnframt mjög að þjóðfélagsmálum, og þótti hann ærið
vinstri sinnaður“ (193). — Talið er, að margt sé til vitnis um, að Guðjon
hafi haft mikil áhrif á unga menn, sem samfylgd áttu með honum.
Á árunum 1916—1923 var Verkamannafélag Svarfdæla starfandi. Auk
baráttunnar fyrir hærra kaupi brutu félagsmenn upp á ýmsu til hagnaðar
og hagræðis, t.d. samvinnu um svarðartekju, garðyrkju og mjólkurkaup-
Til styrktar fjárhag félagsins var m.a. einu sinni á hveru sumri beittur lóð-
arspotti, sem formenn bátanna voru fengnir til að fara með. Vöruskipta-
skrá félagsins var sérstæð. Henni var fyrst komið á 1918 og gilti Þa
einungis um rauðmaga og hvað á móti átti að koma í landvöru. Ári síðar
var bætt í skrána selspiki og selmegru. Þessi vöruskiptaskrá varð miklu
ítarlegri 1921, því að þá var tínt til nálega allt, sem strandbúinn gat verslað
með við sveitarmanninn. Landvörur voru i 26 liðum og sjávarvörur í 20.
Fyrst á landvörulistanum er mjólk, síðast sauðatað, en i sjávarvöru-
skránni er harðfiskur efstur á lista, en fiður síðast. — Ekki þekki ég til
þess konar vöruskiptaskrár annars staðar frá.
Um útvegsmál og sjómannalíf Dalvíkinga er fjallað í löngu máli, og erU
þar taldir í upphafi útvegsmenn og formenn á tímabilinu 1906 — 1920-
Áhöld geta verið um, hvort hér á að fara svo grannt í sauma, að greindir
séu makar og börn, og víst er, að það yrði mikil rolla, ef svo væri geft 1
mun stærri verstöðvum en Dalvik. Sama árið og fyrst er sett vél í bat a
Dalvík eru þar 20 bátar, nálega allt fer- og sexæringar. En brátt fækkar
bátum jafnframt sem þeir stækka og eru 10 árið 1920 og vitaskuld vélbat-
ar. Sá annmarki fylgdi útgerð á Dalvík, eins og víðar á Norðurlandi, a
gagnslitið var að stunda þar veiðar nema um sumartímann, eða frá byrjun
júnímánuðar til septemberloka. En útgerð vélbáta var talin borga sig, et
aflinn nam 70 skippundum miðað við fullverkaðan fisk.
Margt varð til tálmunar útgerð á Dalvík í upphafi vélbátaaldar og fleSt
áþekkt því, sem var víða annars staðar í hinum fornu verstöðvum. Má þar
m.a. nefna léleg hafnarskilyrði og beituskort. Árið 1915 kvað danski
verkfræðingurinn N.P. Kirk upp þann dóm, að vegna of mikils kostnaðar
væri ekki unnt að gera góða höfn á Dalvík, en sökum aukinnar reynslu
við gerð hafna og breyttra viðhorfa í útvegsmálum varð dómur Kirks ekK