Saga - 1982, Blaðsíða 309
RITFREGNIR
307
haldbær. Sögu þeirrar framkvæmdar munum við kynnast í lokabindi
verksins, þvi að undir henni var aukning byggðar á Dalvík komin.
Drepið mun á flest varðandi útgerðarsögu Dalvíkur fram um 1920 og
má því vel átta sig á hversu úr henni tognaði og því samfara þróunarsögu
þorpsins. Hana endurspeglar m.a. kafli um íveruhús og húsráðendur á
Böggvisstaðasandi og Upsaströnd 1918.
I lokakafla þessa bindis eru minningarbrot nokkurra sjómanna. Eftir-
tektarverðastur er þátturinn af Tryggva Valdimarssyni, fádæma kjark-
manni, sem varð fyrir miklum áföllum á sjó, m.a. slysi svo af fór annar
fóturinn. En við þessum hörmungum og mörgu mótlæti öðru brást
Tryggvi sem ógleymanleg hetja.
Kristmundur Bjarnason er iðinn í sinni heimildakönnun, enda kemur
margt í leitirnar, sem verður til þess að lýsa rækilega mannlífi Dalvíkur á
bernskuárum þorpsins. Hann vitnar af kostgæfni til heimilda og hér, eins
og í fyrri ritum hans, dylst ekki, að hann er ágætlega hagur á mál. —
Myndaefni er mikið og að því umtalsverður fengur, en vitaskuld mestur
fyrir Dalvíkinga og Svarfdæli. Þegar Kristmundur hefur lokið við að skrá
Dalvíkursögu eru horfur á, að engum öðrum kaupstað hafi verið gerð svo
ítarleg skil, að Eskifirði og Sauðárkróki undanskildum, en sögu síðar-
nefnda staðarins hefur Kristmundur einnig tekið saman.
Lúðvík Kristjánsson.
Ólafur Björnsson: SAGA ÍSLANDSBANKA HF OG ÚT-
VEGSBANKA ÍSLANDS 1904—1980. Útvegsbanki ís-
lands, Reykjavík 1981.
Þann 12. apríl 1980 voru liðin rétt 50 ár frá því að Útvegsbanki íslands
lók til starfa. í tilefni þessara tímamóta ákváðu stjórnendur bankans að
láta rita sögu hans og íslandsbanka frá stofnun hins síðarnefnda, 1904, til
afmælisársins, 1980. Með samningi við bankastjórnina í júlí 1978 var
Ölafi Björnssyni, prófessor við viðskiptadeild Háskóla íslands, síðan
falið að annast þetta verk.
Höfundur skýrir frá þvi í formála, að m.a. vegna hins tiltölulega
skamma tima, sem til verksins var ætlaður, hafi reynst nauðsynlegt að
fakmarka verulega umfang þess, bæði hvað efnisþætti og rannsóknir
snertir. Megináherslu kveðst höfundur hafa lagt á að lýsa rekstrarsögu
hankanna tveggja; afkomu þeirra, vexti og hnignun, auk þeirra ytri skil-