Saga - 1982, Page 310
308
RITFREGNIR
yrða, sem peninga- og bankamálalöggjöf setti rekstrinum hverju sinni. Se
miðað við umfang efnisatriða í texta og rannsóknarvinnu höfundar er hér
vissulega rétt með farið. Á hinn bóginn kemur það víða fram, að höfundi
er samspil bankastarfseminnar við framleiðslustarfsemina og þjóðlífið 1
heild hugleikið og hefur ýmislegt um það að segja. Því má ætla, að um-
rædd áhersluatriði helgist fremur af fyrrnefndum tímatakmörkum og
aðgengileika heimilda en mati höfundar á því, sem þýðingarmest má telja
i sögu þessara banka.
í ritinu er ennfremur öllu meira lagt í sögu íslandsbanka en Útvegs-
bankans. Höfundur sér ástæðu til að réttlæta þennan áherslumun í for-
mála. Færir hann þar annars vegar fram þá sagnfræðilegu röksemd, að
þar sem söguritun verður að jafnaði þeim mun torveldari sem lengri tími
líður frá atburðum vegna fyrningar heimilda sé meiri ástæða til að færa
sögu íslandsbanka en Útvegsbankans í letur. Hins vegar telur hann, að a
mælikvarða íslandssögunnar í heild hafi íslandsbanki haft mun mein
þýðingu en Útvegsbankinn og því einnig af þeim sökum meiri ástæða til
að rita sögu hans. Er sá, sem þetta ritar, þessu mati höfundar sammála og
mun því í þessari umsögn fylgja fordæmi hans og ræða aðallega þann
hluta bókar hans, sem fjallar um sögu íslandsbanka.
Á tímabilinu frá miðri 19. öld til miðrar 20. aldar tók íslenskt atvinnulíf
stakkaskiptum. í upphafi þessa tímabils var mannaflafrekur og tækja-
snauður landbúnaður undirstaða framleiðslustarfseminnar. í lok þess var
tiltölulega fjármagnsfrekur og mannaflanýtinn sjávarútvegur hins vegar
orðinn hornsteinn efnahagslífsins. Þessi umskipti eru í meginatriðum
hliðstæð breytingum, sem áttu sér stað í atvinnulífi margra þjóða á 19. og
20. öldinni og kenndar hafa verið við iðnbyltingu.
Margt bendir til þess, þ.á m. fjárfesting í fiskiskipum og vöxtur sjávar-
afla, að íslenska iðnbyltingin hafi verið hvað stórstígust á fyrstu 2-3 ára-
tugum 20. aldarinnar. Svo vill til, að þessir sömu áratugir eru einmg
starfstímabil íslandsbanka. Það virðist því vera nærtækt verkefm
íslenskrar hagsögu að rannsaka þátt íslandsbanka í þessari atburðarás.
Enda þótt meginefni bókarinnar snúist um önnur atriði.sem fyrr segir.
er greinilegt, að höfundi er þáttur íslandsbanka í efnahagsframförum 20.
aldarinnar ofarlega í sinni og víkur iðulega að honum í texta. Þetta ger>r
hann að vísu án tilvisunar til umtalsverðra gagna máli sínu til stuðnings.
en væntanlega af þeim mun meiri reynslu og innsæi. Þannig felst í bók-
inni, þrátt fyrir þann þrönga efnisstakk, sem henni er annars sniðinn, um-
talsvert framlag til íslenskra hagsögurannsókna.
Til að auðvelda yfirsýn er hentugt að greina bók Ólafs Björnssonar um
íslandsbanka og Útvegsbankann sundur í tvo aðskilda þætti, sögulega
lýsingu annars vegar og tilgátur hins vegar.
Fyrri þátturinn felst í skrásetningu nokkurra efnisþráða í sögu íslands-
banka og Útvegsbankans. Er þar, sem fyrr segir, lögð aðaláhersla a