Saga - 1982, Page 311
RITFREGNIR
309
löggjafar- og rekstrarsögu bankanna. Umgjörð þessarar sögu er síðan
megindrættir í hinni almennu efnahagssögu timabilsins.
Ekki verður sagt, að hvað hina sögulegu lýsingu snertir, hafi verið tekin
saman veruleg ný þekking. Hin almenna efnahagssaga íslands á umræddu
tímabili, sem rakin er í bókinni, er einungis endursögn hinnar viðteknu
hagsögu þessa tímabils. Nokkurn hluta þeirrar hagsögu hefur Ólafur
Björnsson raunar sjálfur tekið saman í bók sinni Þjóðarbúskapur íslend-
inga (1964, 2 útg.). Að hinu má á hinn bóginn e.t.v. finna, að ýmsum
efnahagsstaðreyndum tímabilsins, sem fyrirliggjandi eru og þýðingar-
miklar hljóta að teljast í þessu samhengi, t.a.m. þróun verðlags og
peningamagns í umferð, er ekki komið nægilega vel til skila í bókinni.
Þess ber þó að geta, að hér er um að ræða efni á jaðri þess sviðs, sem höf-
undur markar bók sinni.
Öll aðalatriðin í löggjafarsögu bankanna, sem höfundur rekur í
alllöngu máli, hafa einnig verið skrásett áður. Má í því efni m.a. vísa í
Alþingi og fjárhagsmálin, sem Alþingissögunefnd gaf út (1953), einkum
kaflann um alþingi og bankamálin eftir Klemens Tryggvason. Einnig má
benda á ritgerð eftir höfundinn sjálfan í 75 ára afmælisriti Landsbanka
Islands (1961). Það, sem á vantar, má síðan finna í Alþingistíðindum.
Uppistaðan í þeirri rekstrarsögu íslandsbanka og Útvegsbankans, sem
höfundur rekur, er talnaefni, sem hann hefur unnið upp úr ársreikningum
bankanna. Er þar um að ræða nokkrar samfelldar talnarunur, sem
talsverð búbót er í, að safnað hafi verið saman á einn stað. Þó hefði
höfundur að ósekju mátt birta eina heildstæða töflu með þessu talnaefni
t.d. í viðauka, í stað margra smárra taflna á víð og dreif í bókinni, svo
ekki sé minnst á þær tölur, sem aðeins finnast i sjálfum megintextanum.
Auk þess, sem nú hefur verið nefnt, mun höfundur hafa kannað
gerðabækur fulltrúaráða bankanna og aðalfunda íslandsbanka, sem mér
er ókunnugt um að áður hafi verið gert með skiplegum hætti. Enda þótt
höfundi takist nokkuð vel að nota þetta efni til að blása lífsanda i
frásögnina hér og þar, verður ekki sagt að uppskera merkilegra sögulegra
upplýsinga úr þessari könnun frumheimilda sé umtalsverð.
Hinn meginþátturinn í bók Ólafs Björnssonar er safn tilgátna um ýmis
áhugaverð atriði í sögu bankanna og hið gagnvirka samband þeirra við
hið félagslega og hagræna umhverfi sitt. í þessu efni sem öðrum er
megináherslan lögð á feril íslandsbanka. Hvað Útvegsbankann snertir
lætur höfundur sér að mestu nægja almenna sögulega lýsingu af því tagi,
sem fyrr er lýst.
Að mati þess, sem þetta ritar, er það þessi síðari þáttur í verki Ólafs,
sem mestur fengur er i. Þar eru í fyrsta lagi settar fram það, sem nefna má
réttar eða a.m.k. þýðingarmiklar spurningar um hina hagsögulegu hlið
viðfangsefnisins. Meðal þeirra spurninga má nefna: Hvers vegna kaus
alþingi, á sama tíma og sjálfstæðisbaráttan stóð hvað hæst, að leiða