Saga - 1982, Blaðsíða 312
310
RITFREGNIR
danskt auðmagn til þeirrar lykilaðstöðu i íslensku efnahagslífi, sem
íslandsbanka fylgdi? Var þessi ákvörðun skynsamleg? Hver var þáttur
íslandsbanka í hinni hröðu efnahagsþróun hér á landi upp úr
aldamótum? Hefði hún átt sér stað án íslandsbanka? Hverjar voru
orsakirnar fyrir erfiðleikum og hnignun íslandsbanka á öðrum og þriðja
áratug aldarinnar? Var skynsamlegt að leggja íslandsbanka niður?
í öðru lagi hikar höfundur ekki við að leita svara við þessum
spurningum þrátt fyrir hið yfirgripsmikla sögulega inntak þeirra. Við
mörgum spurningunum gefur hann einkar skýr og afdráttarlaus svör, sem
hér verða nefnd tilgátur. Tilgátur þessar standa að visu ákaflega
mistraustum fótum í þvi sögulega gagnaefni, sem tilreitt er í bókinni.
Sumar eru allvel studdar gögnum og rökum. Aðrar miklu síður. Allar eiga
þær það þó sammerkt að vera tilraunir til að svara lykilspurningum um
sögu íslandsbanka og samspil hans við hið félagslega og hagræna
umhverfi sitt. Vegna hinnar miklu reynslu og þekkingar höfundar er
ennfremur rík ástæða til að íhuga tilgátur hans af fyllstu alvöru. Verður
nú drepið á nokkrar af hinum veigameiri þessara tilgátna.
í upphafi bókar sinar lýsir höfundur því, að þegar líða tók á 19. öldina
hafi svonefndur peningaskortur orðið tilfinnanlegur hemill á
efnahagslegar framfarir á íslandi. Enda þótt höfundur láti hjá líða að
skýra svo viðunandi sé, hvað í þessum peningaskorti fólst, má ætla, af
samhengi röksemdafærslunnar, að hann hafi einkum falist í skorti a
innlendu lánsfé til arðbærra fjárfestinga og skorti á gjaldeyri til
innflutnings á erlendum framleiðsluþáttum.
Til að draga út peningaskortinum var, að mati höfundar, um tvo kosti
að velja. Annar var sá að afla erlends lánsfjár. Hinn var að reyna að fa
erlent áhættufé i líki erlends atvinnurekstrar til landsins. Með því að
fallast á stofnun íslandsbanka, sem var nánast algerlega í eigu erlendra
aðila, lagði alþingi 1901 blessun sína yfir síðari kostinn.
Höfundur tekur skýra afstöðu til þessarar ákvörðunar alþingis. Hann
fullyrðir, í stuttu máli sagt, að hún hafi verið skynsamleg og stofnun
íslandsbanka landi og þjóð hagkvæmari en öflun erlends lánsfjár.
Hér er að sjálfsögðu um meiri háttar tilgátu að ræða. Þjóðhagsleg
hagkvæmni íslandsbanka var deiluefni við stofnun bankans og úr þeim
ágreiningi dró síður en svo á starfstíma hans, uns honum var lokað 1930.
Ágreiningur um hliðstæð efni er jafnvel ennþá uppi
verður því ekki annað sagt en að þessi tilgáta höfundar verðskuldi fyllstu
athygli.
Án þess að verið sé í sjálfu sér að taka afstöðu til tilgátunnar, er rétt að
geta þess, að torséð er að gagnaefni bókarinnar styðji hana. Meginrök
höfundar fyrir tilgátu sinni eru þau, að hið erlenda áhættufé, sem lands-
menn fengu til umráða með stofnun íslandsbanka, hafi verið ódýrara en
fáanlegt erlent lánsfé. Höfundur lætur lesandanum á hinn bóginn ekki í te