Saga - 1982, Qupperneq 313
RITFREGNIR
311
neinar upplýsingar um kostnað við erlent lánsfjármagn utan að geta þess,
að það myndi sennilega torfengið. Kostnað þann, sem landsmenn greiddu
af hinu erlenda áhættufé í íslandsbanka, má hins vegar áætla með hjálp
talnaefnis, sem í bókinni er.
Á fyrstu 10 rekstrarárum íslandsbanks, þ.e. fram að fyrri
heimsstyrjöld, héldu hlutbréf íslandsbanka í aðalatriðum verðgildi sinu
samkvæmt skráningu í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Árlegur
útgreiddur arður til hluthafa nam á þessum árum nálægt 6% að meðal-
tali. Ekki kemur fram í bókinni, hversu stór hluti hlutafjárins kom í raun
til ráðstöfunar hér á landi. Af gulltryggingarákvæðum seðlaútgáfunnar,
upplýsingum um raunverulega gulltryggingu og seðlaútgáfuna, frá ári til
árs, má hins vegar áætla, að innan við 3/4 hlutafjárins hafi raunverulega
verið til ráðstöfunar innanlands. Vextirnir af hinu erlenda áhættufé, sem
íslandsbanki veitti íslendingum aðgang að, gætu þannig hafa verið í
námunda við 8% á ári, en það eru nær tvöfaldir þeir vextir, sem almennt
giltu á lánsfjármörkuðum á þeim tíma.
Enda þótt það umræðuefni falli vissulega utan þess meginramma, sem
höfundur markar bók sinni, verður honum, sem fyrr segir, tíðrætt um
þátt íslandsbanka í efnahagsþróuninni hér á landi. Setur höfundur fram
um þetta efni mjög afdráttarlaust tilgátu. Megininntak hennar er, að
efnahagsþróun hér á landi hefði seinkað um mörg ár hefði íslandsbanka
ekki notið við. Þessa fullyrðingu endurtekur höfundur raunar nokkrum
sinnum í bókinni.
Með því að rannsóknir á réttmæti þessarar tilgátu hljóta að verða með-
al forgangsverkefna íslenskra hagsögurannsókna þessa tímabils, er til-
hlýðilegt að gefa höfundi sjálfum orðið. Hann segir:
Allar líkur benda því til þess, að ef ekki hefði komið til skjalanna
hið erlenda áhættufé, sem veitt var inn í íslenskt atvinnulíf, með
stofnun íslandsbanka, þá hefði það tafist a.m.k. um tveggja ára-
tuga skeið, að tækniframfarir þær, sem hófust með iðnbyltingunni
svonefndu á seinnihluta 18. aldar næðu til íslands. Myndi áhrifa
þeirra lakari lífskjara sem af slíkri töf hefðu leitt, vafalaust gæta
verulega enn í dag (bls. 27).
Til að meta þessa tilgátu að verðleikum er hollt fyrir lesendur að snúa
henni fyrir sér á ýmsa vegu. Tilgátuna má m.a. túlka svo, að án tilkomu
Islandsbanka hefði efnahagur íslands árið 1925 verið lítið betri en hann
var árið 1905, en ekki er fjarri lagi að áætla, að þjóðarframleiðslan hafi í
faun tvöfaldast á þessu 20 ára tímabili. Tilgátu höfundar má einnig túlka
svo, að hefði íslandsbanki ekki komið til skjalanna væru almenn launa-
kjör i dag verulega (e.t.v. 5-10%) lakari en þau eru. Þætti þá vafalaust
ýmsurn nóg um.