Saga - 1982, Qupperneq 314
312
RITFREGNIR
Það kann að vera ástæða til að undirstrika það, að megininntak tilgát-
unnar, a.m.k. samkvæmt orðanna hljóðan, er ekki fyrst og fremst það,
að íslandsbanki hafi haft mjög svo heillavænleg áhrif á efnahagslífið,
heldur það, að allir aðrir kostir, t.d. samsvarandi öflun erlends lánsfjár,
hefðu skilað þetta miklu lakari árangri.
Hér er m.ö.o. um að ræða afar djarfmannlega tilgátu, sem samkvæmt
viðtekinni þekkingarfræði telst rikjandi, þar til hún hefur verið hrakin
með hjálp viðeigandi gagna. Hvort sem unnt reynist að hnekkja þessari
tilgátu við nánari athugun eða ekki, hlýtur því að felast í henni öflug
áskorun til fræðimanna, að þeir leiti þeirra upplýsinga, sem hugsanlega
gætu velt henni úr sessi.
Sem fyrr segir fór afkoma og efnahagur íslandsbanka mjög versnandi a
3. áratug aldarinnar, uns svo fór, að honum var lokað 1930. Höfundur
rekur þetta hnignunarskeið bankans og leitast við að greina orsakir þess. 1
megindráttum er niðurstaða höfundar sú, að ytri aðstæður, sem bankinn
gat engu um ráðið, hafi átt mestan þátt í örlögum hans. Meðal þeirra ytri
aðstæðna, sem höfundur telur veigamestar í þessu samhengi, eru: (1)
Hinir þrálátu erfiðleikar útgerðarfyrirtækja á 3. áratugnum, en til þeirra
lánaði bankinn stóran hluta fjár síns. (2) Bankalöggjöfin 1927-8 og frarn-
kvæmd hennar, en samkvæmt henni breyttist samkeppnisaðstaða Is-
landsbanka og Landsbankans hinum fyrrnefnda mjög í óhag. (3) Viðleitni
Landsbankans til að klekkja á höfuðkeppinaut sínum, en til þess hafði
hann góð tækifæri í kjölfar bankalöggjafarinnar 1927-8. (4) Fjandsamleg
afstaða Framsóknarflokks og Alþýðuflokks til íslandsbanka, en hún réð
úrslitum um lokun bankans 1930.
Höfundur hafnar því að vísu ekki, að mistök stjórnenda íslandsbanka
hafi átt þátt í hnignun hans, en erfitt er að túlka skrif hans öðruvísi en
svo, að hann telji það atriði smávægilegt miðað við fyrrnefndar ytri að-
stæður.
í kjölfar þess, að Landsbankinn neitaði að endurkaupa víxla
íslandsbanka og ríkisjóður féllst ekki á að ábyrgjast fjárhagslegar skuld-
bindingar hans snemma árs 1930 var íslandsbanka lokað. Höfundur er
ómyrkur í máli um þessi málslok. Hann segir:
Lokun íslandsbanka var mistök, sennilega mestu
fjármálamistök, sem hér á landi hafa orðið, allt frá því að íslend-
ingar öðluðust að fullu yfirráð fjármála sinna, 1904 (bls. 91).
Öll þessi atburðarás, frá því að halla tók undan fæti fyrir íslandsbanka
þar til honum var lokað, og tilgátur höfundar um orsakir hennar og
afleiðingar virðast tilvalin rannsóknarefni. Jafnframt væri fróðlegt að sja
úttekt á hugsanlegu sambandi á milli erfiðleika íslandsbanka og hinnar