Saga - 1982, Page 316
314
RITFREGNIR
Ekki aðeins er ritið mikið að vöxtum, nokkuð á fjórða hundrað
blaðsíðna, heldur er yfirferðin mikil, bæði mikið heimildamagn kannað
og geipimörg efnisatriði tekin til umræðu, auk þess mikil töluleg úr-
vinnsla, a.m.k. eftir því sem við eigum að venjast í sögu. Sigfús skrifar að
vísu í annarri fræðihefð, en þó um fyllilega sögulegt efni. Enda afmarkast
landafræði nú á dögum meira af rannsóknaraðferðum sínum og hugtaka-
notkun en af skorðuðu rannsókarsviði; hún getur fengist við ýmis efni hin
sömu og sagnfræðin, og er afstaðan þá nánast hin sama og milli sögu
og félagsvísinda (nema landafræðin sé til þeirra talin þegar hún fjallar um
fólk og samfélag). Hér er því á ferðinni hvorki meira né minna en mesta
einstök rannsókn á íslenskri hagsögu tuttugustu aldar, og ætti það ekki
með öllu að fara fram hjá lesendum Sögu.
Um hitt, hvernig þetta mikla verk hafi tekist, er ég ekki í færum að fella
neinn heildardóm. Ég hef ekki vit á landafræði og geri enga tilraun til að
meta bók Sigfúsar sem framlag til sinnar fræðigreinar né dæma um tök
hans á hugtökum hennar og aðferðum. Né hirði ég heldur, fyrst bókin er
á erlendu máli og útgáfan ekki miðuð við fjöldaútbreiðslu, að fjalla um
efnisskipan, mál, stíl, eða annað sem að framsetningu lýtur. Aðeins vil ég
reyna að meta notagildi ritsins fyrir okkur sögufólk.
í fyrsta lagi gagnsemi þess sem fróðleiksnámu. Þótt það sé ekki
aðalmarkmið höfundar sem landfræðings að rekja sögulegar staðreyndir,
dregur hann fram mikið magn af þeim sem hráefni eða baksvið, og hefur
gert víðtæka heimildakönnun í því skyni. Það er ekki fjarri lagi sem hann
segir sjálfur (bls. 21) að “the Icelandic literature on the fishing industry,
economic history and geography ca. 1800—1940 was searched
thoroughly.” Auðvitað ekki á jafn-tæmandi hátt og gert er í miklu
þrengri rannsóknum, en þó rækilega eftir atvikum. Sérstaklega skal þess
getið að höfundur hefur safnað efni úr Ægi frá upphafi (1905); hann
styðst að nokkru við óprentað efni frá Fiskifélaginu; hann vitnar í margar
ritgerðir um ísland eftir landfræðinga, innlenda og erlenda, og sumar
óprentaðar; og hann hefur lesið sér vel til um sjávarútveg margra Norður-
Atlantshafsþjóða, einkum á þriðja og fjórða áratugnum. Úr öllum
þessum áttum hefur hann fróðleik sem ekki er að finna, eða a.m.k. ekki
jafn-vel undirbyggðan, í öðrum þeim ritum sem okkur eru tiltækust um
sjávarútveginn. Einnig gefur það þessari bók gildi, um hve vítt svið hún
veitir yfirlit, þar sem rannsóknir sagnfræðinga á útgerðarsögunni eru
yfirleitt miklu þrengri.
En hér ber þann skugga á, að Sigfús er með köflum seinheppinn í
túlkun heimilda sinna, svo að frásögnin blandast meinlegum misskilningi-
Hann heldur t.d. að skreið hafi verið hert í hjöllum eða á trönum
“throughout the centuries” (94), og saltfiskur jafnvel þurrkaður þannig
líka (150). Hann telur línu jafnt og handfæri til aðalveiðarfæra
seglskútanna (93). Hann fullyrðir að “hardly any inter-regional trade