Saga - 1982, Page 318
316
RITFREGNIR
athugun góður grunnur að umfjöllun. En einnig á þessu sviði virðast gæði
rannsóknarinnar bagalega misjöfn; dæmi um það get ég ekki skýrt nema i
nokkuð löngu máli og birti þvi aðeins eitt sem viðbæti við ritdóminn,
raunar það langalvarlegasta sem á mínu færi er að fjalla um. Gallar á
þessu sviði verða ekki til þess raktir að ritgerðin sé samin hjá leiðbeinend-
um sem ókunnugir eru á íslandi og íslenskum heimildum, né til þess að
íslenskir yfirlesarar (sem höfundur nefnir nokkra, en lásu aðeins uppkast)
séu ekki sögufróðir. Um ritgerðina í heild verður niðurstaðan þó sú, að
hún gjaldi þess verulega hve lítt tengdur höfundurinn er okkar
sagnfræðihefð. Á sama hátt og það háir auðvitað meira og minna flestum
verkum okkar sagnfræðinganna að við kunnum ekki nóg i öðrum
fræðum; þá meinsemd er auðvelt að greina og örðugra að lækna. Einna
helst er það til ráða að hver fræðimaður sé vakandi fyrir þvi sem unnið er
í öðrum fögum og snertir beint hans þekkingarsvið — bæði til að læra af
granngreinunum og til að styðja þær með gagnrýni. Það eru margir
sagnfræðingar og söguáhugamenn sem ættu að veita ritgerð Sigfúsar
Jónssonar slíka athygli.
Helgi Skúli Kjartansson.
Viðbœtir
Hér er til athugunar hvernig Sigfús Jónsson (bls. 143 — 145) kemst að
þeim tveim niðurstöðum um tímabilið 1915 — 1940, að:
(a) ”... 79.2 per cent of the variation in the number of steam- and
motor vessels was accounted for by the variation in the landed value of
catches (with double weight of herring)” og
(b) ”... good catches of herring were more decisive for the growth of
steam- and motor vessels than good demersal catches.”
Eins og í flestum glannalegum tölfræðiályktunum er hér byggt á
fylgnireikningi, útreiknuðu samhengi tveggja stærða, sem einnig er sýnt á
línuriti (Fig. 20). Sem heimild er undir línuritinu vísað í Appendix IV. Þar
er að finna tölur um aðra stærðina, þá sem skýra skal, nefnilega
"Number of steam- and motor vessels” ár hvert, en það eru vélbátar 12
lesta og stærri, og línuveiðarar, þ.e. gufuknúin fiskiskip önnur en
togarar.
Við þessa stærð er ekkert alvarlegt að athuga. Þó mætti spyrja hvers
vegna notaður sé fjöldi skipanna fremur en samanlögð lestatala (sem
annars staðar kemur fram að höfundi er tiltæk). Einnig hefði mátt skýra
nánar en gert er, hvað í tölunum felst, en það er væntanlega fjöldi skipa
sem einhvern afla töldu fram á árinu, fremur en að tölur séu lækkaðar
vegna skipa sem aðeins voru til fyrri eða síðari hluta ársins, eða að nteð
séu talin skip sem ekki voru gerð út heilu árin, en að þvi kvað nokkuð
þegar afkoma útgerðarinnar var sem verst. Þetta skiptir svolitlu máh