Saga - 1982, Blaðsíða 319
RITFREGNIR
317
hvort tveggja, því að Sigfús leggur fjölgun skipanna nokkuð að jöfnu við
fjárfestingu í þeim.
Um hina stærðina hefur gleymst að vísa til heimildar frá linuritinu, en
þar er hún kölluð ”export value of catches with double weight of
herring”, og verður nú spennandi að vita hvort höfundur meinar "export
value” eða ’Tanded value” (útflutningsverðmæti eða verðmæti upp úr
sjó) þegar hvort tveggja orðalagið virðist haft um hið sama.
I texta er nánari skýring og vísað í Appendix III, en það reynist vera
ritvilla fyrir Appendix I; þetta eru allt töfluviðaukar aftan við ritgerðina.
í Appendix I eru fyrst árlegar tölur um fiskafla, skipt í botnfisk og síld.
Þetta eru Fiskifélagstölur, dálitið leiðréttar hinar eldri frá því sem
upphaflega var birt i hagskýrslum. í þriðja dálki er svo verðhlutfall þorsks
og síldar upp úr sjó, árlegar tölur frá og með 1913. Heimildar ekki getið
og ég hef hvergi séð svo gamlar skýrslur um ferskfiskverð; ætli þetta séu
ekki líka Fiskifélagsgögn, og væri gaman að vita hvort þau hafa verið birt
með skýringum einhvers staðar.
í fjórða dálki umreiknar Sigfús heildaraflann i það sem hann kallar
,,þorskgildi“ (cod-equivalent units) með því að umreikna sildaraflann í
jafnvirði sitt af þorski og leggja við botnfiskaflann, en megnið af honum
er einmitt þorskur og annar fiskur álíka verðmætur. Þetta er
skynsamlegur umreikningur og víða notaður í ritgerðinni, en rangnefni er
það, bæði í þessari töflu og viðar, að tala um ”value of catches”
(aflaverðmæti) sem mælt sé í þessum þorskgildum, því að þau mæla
magn (volume), ekki verð, þótt verðhlutfall sé notað til að umreikna
síldarmagnið.
Þetta aflamagn er síðan umreiknað með því að margfalda það með vísi-
tölu viðskiptakjara. Ársaflanum 1920, rúmum 130 þúsund þorskgildum
tonnum, er t.d. breytt i tæp 72 þúsund tonn af því að hann reiknast hafa
sama kaupmátt gagnvart innflutningi og 72 þúsund tonna afli hefði haft
1914, sem er grunnár vísitölunnar. Nú virðist Sigfús hafa reiknað allar
þessar tölur að nýju, þótt hann birti þær hvergi, með því fráviki að
síldaraflanum sé gefið tvöfalt vægi á við botnfiskaflann, og þær tölur séu
birtar á línuritinu Fig. 20 og þá sjálfsagt notaðar við fylgnireikninginn
sem fyrr er nefndur. Á línuritinu er tekið fram, að einingin á þessum tölum
sé þúsundir króna, sem er einfaldlega rangt; hún er þúsundir tonna, þótt
þau tonn séu orðin býsna mikið umreiknuð.
Það er sem sagt hvorki útflutningsverðmæti fiskaflans né verðmæti
hans upp úr sjó sem hér er á ferðinni, heldur aflamagnið, umreiknað í
jafnvirði sitt af 1914-fiski. Auðvitað hefði fengist mjög svipuð niður-
staða, og að vísu í þúsundum króna, með því að taka bara verðmæti út-
fluttra sjávarafurða (sem Sigfús birtir í Appendix III) og deila í það með
vísitölu innflutningsverðlags (birt á bls. 193). Sá mælikvarði væri a.m.k.
laus við áhrif af útflutningsverðlagi búvara, en þær vega dálítið í við-