Saga - 1982, Page 320
318
RITFREGNIR
skiptakjaravísitölunni á þessu tímabili. Og þó væri hið réttasta, úr því
Sigfús er að leita að mælikvarða á ”the annual income of vessel owners”
að nota einmitt aflaverðmætið upp úr sjó, og það hefði hann getað úr þv'
hann hefur aðgang að tölum um ferskfiskverð. Lika væri mjög athug-
andi, fyrst verið er að athuga vöxt bátaflotans sér í lagi, að sleppa úr
reikningunum afla togaranna, þvi að varla hafa tekjur þeirra valdið miklu
um bátakaup, og kannski ætti líka að sleppa smábátaaflanum (báta undir
12 brúttótonnum). Sigfús notar hvort sem er tölur um skiptingu aflans á
skipategundir (bls. 136 — 137). Og þar kemur fram að vélbátar (línuveið-
arar meðtaldir) eiga u.þ.b. tvöfalt meiri hlut að síldaraflanum en botn-
fiskaflanum, svo að tvöföldunin á vægi síldar er líklega skynsamleg, en á
allt öðrum forsendum en Sigfús tilfærir, þ.e. þeim að tekjur hafi verið
breytilegri á síldveiðum en þorskveiðum; það er út af fyrir sig rétt, en
kemur sjálfkrafa inn í tölurnar og krefst engra umreikninga.
Fylgnin er svo reiknuð milli skipafjöldans og aflans árið áður, og reyn-
ist að vísu, þrátt fyrir alla áðurnefnda annmarka, ákjósanlega há. Fljótt a
litið bendir línuritið þó til þess að fylgnin sé álíka góð við aflann sama ár,
og töluverð fylgni myndi sýnilega fást við aflann tveim eða þrem árum
áður, eða jafnvel árið eftir, vegna þess að báðar stærðirnar eru yfirleitt
vaxandi yfir tímabilið. Reikningurinn veitir því ekki nema takmarkaðan
stuðning tilgátum Sigfúsar um samhengi tekna og fjárfestingar i
bátaútveginum. Ég held að fullt eins traust niðurstaða fengist með
gamaldags sagnfræðiaðferð, nefnilega vangaveltum um atvikin ár frá ári.
Og að sildaraflinn hafi verið ”more decisive” en botnfiskaflinn fyrir vöxt
bátaflotans, það er tilgáta sem fylgnireikningurinn myndi því aðeins
skjóta stoðum undir að fylgnin væri margreiknuð og síldinni gefið
mismunandi vægi; þá sæist hvaða vægi síldar gagnvart þorski gæfi best
samhengi.
Sem sagt: öll þessi reikningsæfing er fljótfærnislegri en góðu hófi
gegnir, niðurstaða því ótraustari en vera þyrfti.
H.S.K-
Jón Helgason: STÓRA BOMBAN. Örn og Örlygur 1981-
208 bls.
í upphafsorðum bókarinnar Stóra bomban kemst höfundur hennar,
Jón Helgason ritstjóri, svo að orði:
Einu sinni hefur gerzt í sögu okkar íslendinga mjög umtalaður
atburður, sem miðaði að því að víkja umsvifamesta áhrifamanni í