Saga - 1982, Qupperneq 321
RITFREGNIR
319
stjórnmálum þess tíma til hliðar á þeirri forsendu, að hann væri
ekki heill andlegrar heilsu.
Þessi atburður er ekki fjarlægari en svo, að menn, sem nú eru á
efri árum, voru þá á æskuskeiði. Þetta gerðist veturinn 1930, er dr.
Helgi Tómasson, yfirlæknir á Nýja — Kleppi, sem þá var kallaður,
kvað upp úr með það, að hann teldi dómsmálaráðherrann, Jónas
Jónsson frá Hriflu, geðbilaðan, eða hefði grun um, að svo gæti
verið. Á þeirri forsendu hafði hann lagt drög að því, ásamt
nokkrum læknum öðrum, að fá honum vikið fyrirvaralaust úr
ríkisstjórn landsins.
Atburðir þeir, sem lausleg grein er gerð fyrir í þessum tilvitnuðu orðum
áttu sér langan aðdraganda og drógu litlu styttri slóða. Hér var engan
veginn um einstakan, einangraðan atburð að ræða heldur hástig illvígra
stjórnmáladeilna, sem staðið höfðu um langa hríð og áttu eftir að standa
lengi.
Stjórnmálasögu 3. áratugarins hefur verið skammarlega lítið sinnt af
islenskum sagnfræðingum til þessa, en þá urðu þau umbrot, sem fylgdu
fæðingu nýrrar flokkaskipunar og nýrra viðhorfa í íslensku þjóðfélagi.
Jónas Jónsson var tvímælalaust stórbrotnasti og umdeildasti
stjórnmálaforingi þessa skeiðs. Hann kom heim frá námi í upphafi
aldarinnar og hófst þá brátt handa um að boða íslendingum nýjar
þjóðfélagsstefnur, sem hann hafði kynnst erlendis, samvinnustefnuna og
jafnaðarstefnuna. Mörgum „máttarstólpum þjóðfélagsins” stóð stuggur
af boðskap Jónasar, en aðrir, og þeir voru miklu fleiri fylktu sér undir
merki kenninga hans þótt ekki ættu þeir allir beinlínis samleið með
honum sjálfum á stjórnmálabrautinni.
Jón Helgason hefur frásögn sína með því að gera grein fyrir skoðunum
Jónasar á íslenskum stjórnmálum, eins og þær birtust í Skinfaxagreinum
hans. Hann lýsir þætti hans í stofnun Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins og hugmyndum hans um þriggja flokka kerfi, þar
sem vinstri flokkurinn og miðjuflokkurinn áttu að styðja hvor annan í
baráttunni við hægri öflin.
Þessi inngangur er nauðsynlegur formáli að aðalviðfangsefni
bókarinnar, deilum Jónasar við lækna. Þær hófust að marki eftir að
Jónas var orðinn dómsmálaráðherra og var tilefnið einkum tvennt: deilur
um læknabrennivínið svonefnda og um skipun í ýmis læknisembætti.
Hástig þessara deilna varð svo er dr. Helgi Tómasson lýsti því yfir að
hann teldi Jónas geðveikan veturinn 1930. Ber þó að geta þess, að eins og
skýrt kemur fram í bókinni, var Helgi alls ekki einn um þessa skoðun.
Ýmsir mætir læknar voru honum sammála og pólitískir andstæðingar
Jónasar héldu skoðunum Helga fast fram, hvort sem þeir hafa trúað á
Þær eða ekki.