Saga - 1982, Page 322
320
RITFREGNIR
Jón Helgaon rekur nánasta aðdraganda þessa ljóta deilumáls
nákvæmlega, skýrir ljóslega frá efnisatriðum og atburðarás og segir frá
þeim atburðum, sem fylgdu í kjölfarið og rekja mátti beint til
Kleppsmálsins. Hann sýnir glögglega fram á þau áhrif, sem pólitískar
skoðanir höfðu á viðhorf manna til málsins og hvernig það magnaðist
vegna afskipta pólitískra málgagna. Að bókarlokum hefur lesandinn
fengið skýra mynd af atburðarásinni, þátttöku allra þeirra, er helst komu
við sögu og dágóða mynd af viðhorfum og viðbrögðum almennings.
Engin heimildaskrá fylgir bókinni, en höfundur hefur þann hátt á að
geta heimilda sinna í texta og birtir úr þeim langa kafla, einkum úr
dagblöðum, tímaritsgreinum og ræðum. Með þessum hætti færist
lesandinn á vissan hátt nær sögusviðinu, verður meiri þátttakandi í
atburðum þeim, sem um er fjallað. Þetta veldur því, að bókin verður
einkar læsileg og á köflum spennandi, en hins vegar er hætt við að
mörgum muni ofbjóða sú harka sem einkenndi pólitíkina á þessum árum.
Engu var hlíft, menn hikuðu ekki við að bera pólitíska andstæðinga
hinum viðbjóðslegustu sökum og jafnvel fjölskyldur þeirra fengu ekki að
vera í friði. Út yfir tók þó er fremsti sérfræðingur landsins á sviði geð- og
taugasjúkdóma lýsti dómsmálaráðherrann geðbilaðan, og það án
rannsóknar.
Stóra bomban varð síðasta bók Jóns Helgasonar og kom út að honum
látnum. Um stíl höfundar þarf vart að fara mörgum orðum. Jón
Helgason var einn málhagasti íslendingur þessarar aldar og ber þessi bók
því glöggt vitni. Sagnfræði getur Stóra bomban varla talist í strangasta
skilningi. Hún er miklu fremur vönduð blaðamennska, þar sem
atburðarásin er rakin af nákvæmni og sögusviðinu lýst, án þess þó að um
beina rannsókn sé að ræða.
Eins og flestum mun kunnugt var Jón Helgason nemandi og síðar
samstarfsmaður og flokksbróðir Jónasar Jónssonar. Hann verður þó
engan veginn sakaður um hlutdrægni í frásögninni. Lesandanum getur að
vísu trauðla dulist hver á samúð hans, en allt um það greinir hann fra
mönnum og málum af hlutleysi og sanngirni.
Allur frágangur bókarinnar er með ágætum og nokkrar teikningar úr
samtímablöðum Spegilsins lífga mikið uppá frásögnina. Þær hefðu
gjarnan mátt vera fleiri.
Ekki kann ég að nefna umtalsverða galla á þessari bók. Um missagnir
sýnist mér hvergi vera að ræða og höfundur gerir lítið af því að leggja mat
á menn og atburði svo umdeilanlegt megi teljast. Hann heldur sig við þa
frumskyldu góðrar blaðamennsku að segja rétt frá.
Og þó verður ekki undan því vikist að nefna eitt atriði, sem mér þykir
að betur hefði mátt fara. Þegar höfundur leitast við að varpa ljósi a
stjórnmálabaráttu áranna fyrir og um 1930 virðist mér sem ýmis umdeild
baráttumál verði útundan. Þannig er kjördærnamálinu, einhverju mesta