Saga - 1982, Page 323
RITFREGNIR
321
baráttumáli þessara ári að litlu getið og ekki gerir höfundur neina grein
fyrir þeim erlendu stjórnmálahræringum 3. áratugarins, sem tvímælalaust
höfðu áhrif á islensk stjórnmál, stældu suma islenska stjórnmálamenn til
átaka en skutu öðrum skelk í bringu. Þessi mál snertu Kleppsmálið og
deilur lækna við Jónas Jónsson vitaskuld ekki beinlinis, en þau höfðu
áhrif á íslandi í þá átt að magna deilur og kynda undir ófriðarbálinu.
Jón Þ. Þór.
Elfar Loftsson: ISLAND I NATO — partierna och
försvarsfrágan. Gautaborg 1981. (Göteborg studies in
politics 9.)
Það er oftast erfitt að greina skýrt að sagnfræði og þjóðfélagsfræði,
svo mjög sem þessar greinar skarast. Fyrir stjórnmálafræðinga til dæmis
er oftast erfitt að fjalla um samtímaviðburði án þess að taka tillit til for-
tíðarinnar að einhverju leyti, þó stundum vilji menn dvelja einum of lengi
við fortiðina. Það, sem einkum skilur að þessar fræðigreinar, er ólík að-
ferðafræði. Best fer hins vegar á að samspil þessara greina sé sem mest, og
menn nýti kosti þeirra eftir því sem viðfangsefnið býður upp á hverju
sinni.
Stjórnmálafræði, sem og aðrar greinar þjóðfélagsfræða, er mjög ung
fræðigrein hér á landi. Því liggja ekki fyrir niðurstöður margra rannsókna
þar sem aðferðafræði þessarar fræðigreinar er beitt í þjóðfélagi okkar í
dag. Flestar meiri háttar ritgerðir á þessu sviði hafa verið unnar sem próf-
ritgerðir, oft við erlenda háskóla, þar sem greinilega er verið að skrifa
með erlenda prófessora i huga, sem lítt eða ekkert þekkja til islenskra að-
stæðna, Við slíkar aðstæður er yfirleitt miklu rými varið til að fjalla um
sögulega þróun á íslandi og útskýra grundvallaratriði íslenskrar félags- og
stjórnskipunar. Það segir sig sjálft, að slikar ritgerðir hafa takmarkað
gildi fyrir íslenska lesendur. Vonandi eiga sjálfstæðar rannsóknir á sviði
félags- og stjórnmálafræða eftir að aukast og verður þá hlutur félagsvís-
indadeildar Háskóla íslands væntanlega meiri en verið hefur.
Á síðastliðnu ári kom út í Gautaborg bók eftir íslenskan stjórnmála-
fræðing, Elfar Loftsson, sem ber nafnið “ISLAND I NATO-partierna
och försvarsfrágan”. Bókin er rúmar 300 blaðsíður, svo hér er um all-
mikið rit að ræða. Bókin skiptist í þrjá meginkafla. Sá fyrsti fjallar um
sögulegan bakgrunn þar sem lýst er sögu islensku þjóðarinnar frá þjóð-
veldisöld fram til lýðveldisstofnunar árið 1944. Þessi kafli, sem er rúmar
40 síður, ber þess greinilega merki, að verið er að kynna erlendum lesend-
um megindrætti íslenskrar sögu.