Saga - 1982, Síða 324
322
RITFREGNIR
Annar hluti bókarinnar tekur fyrir íslenska stjórnmálaflokka. Þar er
rætt um sögulegan bakgrunn nútíma flokkaskipunar hér á landi, þá er
fjallað um hvern flokk fyrir sig, sögulegan bakgrunn og hugmyndafræði-
leg einkenni. Einnig er þar fjallað um störf alþingis og þingflokkana.
Kafli þessi ber greinilega einkenni þess að hér er stjórnmálafræðingur a
ferð, greiningaraðferð þeirrar fræðigreinar nýtt til hins ýtrasta. Þó er hér
ekki um neina nýja greiningu á íslenskum stjórnmálaflokkum að ræða.
Ennþá er ósköp lítið vitað um félagslega samsetningu kjósenda einstakra
stjórnmálaflokka, s.s. atvinnu, aldur eða kyn, svo að eitthvað sé nefnt.
Enn vantar rannsóknir á íslenskum kjósendum svo hægt sé að skoða
flokkana út frá því sjónarhorni. Þetta viðurkennir höfundur reyndar í
formála.
Annar galli við þessa greiningu á islenskum stjórnmálaflokkum er sá,
að höfundur gengur út frá heimildum sem frá flokkunum sjálfum eru
komnar. Það getur hver maður sagt sér það sjálfur, hversu áreiðanlegar
þær heimildir eru til að gefa sannferðuga mynd af raunverulegri hug-
myndafræðilegri stöðu flokkanna. Hins vegar er í þessum hluta margt vel
unnið og flokkun höfundar athyglisverð, t.d. á störfum alþingis og þing-
flokkanna, hvaða mál hafa þar forgang og hvernig þingflokkarnir greiða
þar atkvæði.
Þriðji hluti bókarinnar, og sá er mest rými tekur er hið eiginlega við-
fangsefni höfundar. Þar fjallar höfundur um aðdraganda þess að við
gengum í NATO, hvernig sú ákvörðun var tekin utan alþingis og hvermg
sú ákvörðun var þar keyrð í gegn með miklu offorsi. Þar fjallar höfund-
urinn einnig um þá miklu umræðu, sem um þessa ákvörðun varð í fjöl-
miðlum, og greinir röksemdirnar með og á móti.
Þótt þessi kafli sé vissulega athyglisverðasti hluti bókarinnar er hér lítið
nýtt sem kemur fram. Sömu heimildir eru nýttar, bæði erlendar og inn-
lendar, sem áður hafa orðið undirstaða rita íslenskra sagnfræðinga sem
um þessi mál hafa fjallað á undanförnum árum, sérstaklega eftir að
bandaríska utanrikisráðuneytið „sleppti lausum“ skjölum um þessi mál
sem áður höfðu verið stimpluð sem ríkisleyndarmál. Það, sem er nýtt'
þessari bók, er aðferðafræði höfundar, hvernig mál eru flokkuð og um
þau fjallað. í síðustu köflum bókarinnar fjallar höfundur svo um afstöðu
stjórnmálaflokkanna til þessa mikilvæga deilumáls íslenskra stjórnmála.
Bók Elfars Loftssonar, Island i Nato, er vandað rit. Höfundur hefur
leitað fanga víða. Bókin á vissulega erindi til íslenskra lesenda og er von-
andi að höfundur sjái sér fært að þýða hana og taki þá meira tillit til 'S-
lenskra lesenda, s.s. með því að fella burt það sem greinilega er ætlað er-
lendum lesendum með takmarkaða þekkingu á íslenskum aðstæðum.
Kristján E. Guðmundsson.