Saga - 1982, Qupperneq 325
RITFREGNIR
323
Ólína Jónasdóttir: EF HÁTT LÉT í STRAUMNIÐ
HÉRAÐSVATNA. MINNINGAR, ÞÆTTIR OG BROT.
Broddi Jóhannesson og Frímann Jónasson önnuðust útgáf-
una. Iðunn 1981.
Ár hvert koma út margar bækur með þjóðlegum fróðleik svonefndum.
Efni slíkra bóka er afar sundurleitt, minningar, frásöguþættir af merkis-
atburðum eða öðrum tíðindum, oft í bland við dulræn efni, þjóðsögur
o.fl. Þetta er ærið misjafn bálkur og á það eitt sameiginlegt, að efnið er
að einhverju leyti sótt i daglega önn á liðinni tíð. Þjóðlegur fróðleikur
hefur mikið menningarsögulegt og bókmenntalegt gildi, þegar þjóðlífs-
breytingar eru jafnörar og byltingarkenndar og raunin hefur orðið
hérlendis, og oft er þar að finna málsögulegar upplýsingar. Þetta á ekki
sist við minningar, sem eru snar þáttur þessara bókmennta. Flestar eiga
minningabækurnar sameiginlegt að lýsa daglegum störfum til sjávar og
sveita, fólki og örlögum þess. Þær eru því margar keimlíkar, en í sam-
einingu draga þær upp greinagóða mynd af ýmsum þáttum þjóðlífsins.
Nokkrar skara fram úr að þvi leyti, að höfundar hafa búið yfir næmari
athyglisgáfu en öðrum var gefin, veitt því eftirtekt, sem var sérstakt og
óvenjulegt. Sumir bjuggu við kosti, sem fæstir áttu að venjast, og loks má
nefna, að höfundum er misjafnlega gefið að stíla bækur sínar. Þegar best
lætur, hafa minningabækur bjargað margvíslegum fróðleik um þjóð-
hætti, sem lagðir hafa verið fyrir róða á umbrotatímum og brugðið upp ein-
stökum svipmyndum af fólki og kjörum þess. Meðal þeirra eru bækur Ól-
ínu Jónasdóttur.
Fyrri bók hennar, Ég vitja þín, œska, kom út á Akureyri árið 1946,
minningar og stökur. Broddi Jóhannesson sá um útgáfuna, og naut hún
almenningsvinsælda, seldist upp og var endurprentuð ári síðar. Um þessa
bók sagði dr. Jakob Benediktsson í tímaritsgrein: „Þessi yfirlætislausa
bók er í röð beztu minningabóka sem við höfum eignazt. Þó er hún engin
ævisaga, aðeins sundurlausar myndir frá uppvaxtarárum bláfátæks ung-
lings. En margar þessar myndir eru blátt áfram ógleymanlegar. Heimilið á
Kúskerpi og Kristrún gamla eru svo sérkennilegir og lifandi fulltrúar lið-
innar aldar að þau eiga fáa sína lika í íslenzkum bókmenntum.“ (TMM
1947, bls. 69.)
Fjölmargir hvöttu Ólinu til að halda áfram á sömu braut, og lét hún til-
leiðast. Handrit hennar eru varðveitt á Landsbókasafni, og hafa þau ekki
verið birt þar til þessi bók kom út, að undanskildum frásögnum af
nágrönnum Olinu i Norðurárdal og Blönduhlíð i Skagafirði, sem Hannes
Pétursson bjó undir prentun í Skagfirðingabók 5, bls. 63-81, Rvík 1970.
Hefur það falið niður í formála útgefenda.
Efhátt lét í straumnið Héraðsvatna er mun stærri bók en Ég vitja þín,
&ska, 194 bls. auk nafnaskrár og 8 myndsíðna. Þó má segja að stofninn í