Saga - 1982, Qupperneq 326
324
RITFREGNIR
báðum sé hinn sami, minningar frá æsku- og unglingsárum fyrir og eftir
aldamót á Fremri-Kotum í Norðurárdal og Kúskerpi í Blönduhlíð og árs-
vist á Laxamýri i Aðaldal. Ólína hefur ýmsu aukið við minningarnar fra
því þær komu fyrst út, og hafa útgefendur fellt það inn í frásögnina.
Mestur af þessum viðaukum er þáttur um Kristrúnu á Kúskerpi, sem
byggist á samvistum þeirra eftir að Ólína var ekkja orðin í húsmennsku
eða við búskap á Kúskerpi. Þetta er veigamesti hluti bókarinnar. Að auki
eru skemmtilegir þættir um daglegt líf á Fremri-Kotum, nágranna og
gesti, sem að garði bar, þættir um dýr, dagbókarbrot og loks frásögn af
andláti föður hennar.
Ólina Jónasdóttir fæddist 8. apríl árið 1885, elst átta systkina. í æsku
tóku hana í fóstur hjónin á Kúskerpi, Kristrún Hjálmsdóttir og Ólafur
Hallgrímsson. Þar ólst hún upp, og í Blönduhlíð átti hún heimili sitt að
heita mátti óslitið uns hún fluttist til Sauðárkróks, þegar heilsan tók að
gefa sig. Árið 1901 var hún vinnukona á Laxamýri um árs skeið, en varð
að því liðnu að snúa heim, þótt hún vildi áfram dveljast nyrðra. Hún gift-
ist Halli Jónssyni árið 1907, en hann drukknaði í Vesturósi Héraðsvatna
tveimur árum seinna. Ólína lést á Sauðárkróki árið 1956.
Ég held, að taka megi undir orð Jakobs Benediktssonar, að Kristrún a
Kúskerpi hafi verið einstök kona. Hún ríghélt í forna siði og venjur,
gamlar kreddur voru henni mikið alvörumál. Hjá henni var Ólína alin
upp við harðneskju; smávægilegar yfirsjónir kostuðu barsmíð. Heimilið
var gleðisnautt, alvara skyldi ríkja innan dyra sem utan. Ég hygg, að
frásagnir Ólínu af heimilisháttum á Kúskerpi eigi enga hliðstæðu; lýsingar
á trúrækni, fatnaði, forneskju alls konar og margvíslegu hátterni Krist-
rúnar eru allar afar sérstæðar. Það er fengur að þeim minningum Ólínu,
sem hún skráði um efri ár Kristrúnar; þær sýna, að gamla konan hefur
haldið sínum háttum til æviloka. Ólína átti óblíða æsku á Kúskerpi, en
sjálfsagt hafa þó mörg börn notið verra atlætis. Hún fékk oftast nóg að
borða og gekk til þeirrar vinnu, sem hún hafði þrek til og þó naumast.
Hún fékk hins vegar lítt að sinna löngun sinni til lesturs og skriftar, nema
guðsorð væri haft um hönd. Frásögn hennar er hins vegar beiskjulaus og
milduð af fjarlægð atburðanna. Málfar hennar er kjarnyrt tungutak
alþýðu þeirrar tíðar, stíllinn látlaus, hlýr og hreinskilinn. Oft er frásögnin
blandin góðlátlegri kímni, sem ekki fer alltaf mikið fyrir: ,,Þá var enn
eitt, sem mikill átrúnaður var á, en það var fékvörn. Hún er í kindamör,
lítill brjóskkenndur biti, sem er laus í mörnum. Er ekki algengt, að því &
ég held, að fékvörn finnist. Kristrún og Ólafur trúðu því, að ef fékvörn
væri étin volg úr kindinni, yrði sá, sem það gerði, mjög heppinn með fe
sitt. Þau hjón sögðust bæði hafa étið fékvarnir.“ (30-31.)
Ólína gerir sér far um að lýsa vinnubrögðum og hátterni, sem tíðkaðist
á liðinni tíð, svo sem læknisdómum (37-39), skógerð (127-128), tóskap
(131-132). Oft tilgreinir hún orðalag, sem haft var við margvíslega iðju