Saga - 1982, Blaðsíða 331
Aðalfundur
Sögufélags 1982
Aðalfundur Sögufélags var haldinn að Hótel Borg laugardaginn 24.
apríl 1982. Til fundar komu 50—60 félagsmenn.
Forseti félagsins, Einar Laxness, setti fund og bauð fundarmenn vel-
komna. Minntist hann sérstaklega nýlátins gjaldkera Sögufélags, Péturs
Sæmundsen bankastjóra, með eftirfarandi orðum:
,,Frá því síðasti aðalfundur var haldinn fyrir ári, hefur sá sorgaratburð-
ur gerzt, að Pétur Sæmundsen, gjaldkeri félagsins, er látinn. Hann and-
aðist hinn 5. febrúar s.l. Vil ég minnast hans sérstaklega við þetta tæki-
færi. Pétur Sæmundsen var kjörinn í varastjórn Sögufélags á aðalfundi
1973, síðan í aðalstjórn 1978 og í framhaldi þess gjaldkeri félagsins til
dauðadags. Pétur vildi veg Sögufélags sem mestan og vann því af áhuga
og dugnaði, eins og þeir þekkja bezt, sem með honum hafa setið í félags-
stjórninni. Hann var traustur bakhjarl, hollráður og hreinskiptinn sam-
starfsmaður og félagi. Það er að honum mikil eftirsjá fyrir okkur í stjórn
Sögufélags, og við hörmum, að hið góða samstarf skyldi ekki vara lengur
en nú er raun orðin á. Minning Péturs Sæmundsen mun lengi lifa meðal
okkar Sögufélagsmanna".
Þá minntist forseti annarra félagsmanna, sem stjórninni var kunnugt
um, að látizt höfðu frá því síðasti aðalfundur var haldinn, en þeir voru
eftirtaldir: Bjarni Sigbjörnsson menntaskólakennari, Einar Steindórsson
útgerðarmaður, Guðlaugur Jónsson fyrrv. lögregluþjónn, Guðmundur
Benediktsson fyrrv. borgargjaldkeri, Guðmundur Bjarnason frá Stykkis-
hólmi, frú Guðrún Matthíasdóttir, Helgi Tryggvason bókbindari, Jó-
hannes Óli Sæmundsson bóksali, Jón Auðuns fyrrv. dómprófastur, Jón
Helgason rithöfundur, Jón Grétar Sigurðsson lögfræðingur, Kjartan Júlí-
usson frá Skáldsstöðum, Magnús Kjartansson fyrrv. ráðherra, Ólafur
Hansson prófessor, Ólafur Þ. Kristjánsson fyrrv. skólastjóri, Páll Gísla-
son frá Aðalbóli, Pétur Sumarliðason kennari og Þórleifur Bjarnason rit-
höfundur. — Heiðruðu fundarmenn minningu hinna látnu félagsmanna
með því að rísa úr sætum.
Forseti tilnefndi síðan Árna Böðvarsson fundarstjóra og Eggert Þór
Bernharðsson fundarritara.
Skýrsla stjórnar. Forseti Sögufélags flutti yfirlitsræðu um störf félags-
ins frá síðasta aðalfundi, sem haldinn var 25. apríl 1981. Á stjórnarfundi