Saga - 1982, Síða 332
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
330
19. maí skipti stjórnin með sér verkum skv. félagslögum: Forseti var
endurkjörinn Einar Laxness, ritari Helgi Þorláksson og gjaldkeri Pétur
Sæmundsen; aðrir aðalmenn í stjórn voru Gunnar Karlsson og Sigríður
Th. Erlendsdóttir; varastjórn skipuðu Heimir Þorleifsson og Sigurður
Ragnarsson og sátu þeir jafnan stjórnarfundi. — Við fráfall gjaldkera,
Péturs Sæmundsen, tók Heimir Þorleifsson sæti í aðalstjórn og gegndi
störfum gjaldkera það sem eftir væri kjörtímabils. Formlegir stjórnar-
fundir voru níu alls, auk þess sem stjórnarmenn hafa borið saman bæk-
urnar eftir þörfum. Afgreiðsla félagsins hafði sem fyrr aðsetur í Fischer-
sundi undir daglegri stjórn Ragnheiðar Þorláksdóttur.
Á aðalfundi 1981 var gerð grein fyrir þeim ritum, sem vonir stóðu þá
til, að út kæmu á næsta starfstímabili, en ekki reyndist unnt að uppfylla
það heit til fulls af ýmsum ástæðum. Eftirtalin rit voru þegar komin út
eða væntanleg innan svo skamms tíma, að þau mega teljast til útgáfubóka
ársins:
Saga, tímarit Sögufélags, 1981, 19. bindi, kom út síðla árs 1981, í rit-
stjórn Jóns Guðnasonar og Sigurðar Ragnarssonar, en sá síðarnefndi tók
við ritstjórnarstörfum á árinu af Birni Teitssyni. Saga var allstór að vöxt-
um, tæplega hálft fjórða hundrað bls., fjölbreytt að efni eftir nær 20 höf-
unda, þ.á m. ritdómum um nýjar bækur sagnfræðilegs eðlis. Saga var
sem fyrr prentuð í ísafoldarprentsmiðju.
Vestræna, ritgerðasafn eftir dr. Lúðvík Kristjánsson, gefið út í tilefni
sjötugsafmælis höfundar 2. september 1981, kom út á afmælisdaginn og
færði forseti Sögufélags þá höfundi bókarinnar eintak með heillakveðjum
frá félaginu. Ritið er 261 bls. að stærð með 18 ritgerðum, sem skrifaðar
eru á árunum 1947—80 og dreifðar í blöðum og tímaritum. Þær eru fjöl-
breyttar að efni og gefa góða mynd af hinum afkastamikla og vandaða
sagnfræðingi og rithöfundi. Auk þess eru í Vestrænu heillaóskalisti með á
áttunda hundrað nöfnum, skrá yfir ritsmíðar Lúðvíks og greinin ,,A
sjötugsafmæli Lúðvíks Kristjánssonar“ eftir Einar Laxness, sem annaðist
útgáfu bókarinnar ásamt Bergsteini Jónssyni. Vestræna var prentuð í
prentsmiðjunni Hólum.
Alþingisbœkur íslands, XV. bindi eru á síðasta stigi vinnslu í Ríkis-
prentsmiðjunni Gutenberg og væntanlegar áður en á löngu líður. Þær
taka yfir árin 1766—80 og eru í umsjón Gunnars Sveinssonar, eins og
mörg undanfarandi bindi verksins. Þetta er mikið rit að vöxtum og hefur
stöðugt orðið fyrir margvíslegum töfum, en væntanlega er örðugasti
hjallinn yfirstiginn, svo að ritið er í sjónmáli. Enn eru tvö bindi eftir og er
annað þeirra nær fullbúið í handriti umsjónarmanns útgáfunnar.
Eldur er í norðri, rit til heiðurs dr. Sigurði Þórarinssyni prófessor sjö-
tugum er á lokastigi í Prentsmiðjunni Hólum og er væntanlegt innan tíðar.
— Síðla liðins árs réðst það, að Sögufélag yrði útgefandi þessa rits, sem
nokkur félög hafa gengizt fyrir, að efnt yrði til, að forgöngu Landfræði-