Saga - 1982, Síða 333
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
331
félagsins; auk þess og Sögufélags standa að ritinu: Hið ísl. fornleifafélag,
Hið ísl. náttúrufræðifélag, Jarðfræðafélag íslands, Jöklarannsóknafélag
íslands, Norræna félagið og Vísindafélag íslendinga. í ritinu, sem er í
stóru broti, eru 47 ritgerðir eftir 49 höfunda, sem rita um fjölbreytileg
efni; þar að auki æviágrip dr. Sigurðar Þórarinssonar eftir Þorleif Einars-
son, myndir úr ævi Sigurðar, ritaskrá hans og heillaóskalisti með hátt á
annað þúsund nafna þeirra aðila, einstaklinga og stofnana, sem heiðra
vilja hinn virta og vinsæla vísindamann. Ritnefnd skipa Helga Þórarins-
dóttir, Ólafur H. Óskarsson, Sigurður Steinþórsson og Þorleifur Einars-
son. — Eldur er í norðri er án efa hið merkasta ritverk og heiður fyrir
Sögufélag að gefa það út og eiga þannig þátt í að auðsýna dr. Sigurði
Þórarinssyni virðingarvott, en minna má á, að árið 1968 gaf Sögufélag út
rit hans um Hekluelda.
Varðandi rit, sem gefið var fyrirheit um útgáfu á á síðasta aðalfundi,
var þess að geta, að rit um framfærslumál Reykjavíkur og Seltjarnarness
1786—1907, Ómagar og utangarðsfólk, eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson
varð fyrir óvæntum töfum vegna veikinda höfundar, en er í undirbúningi
og vikið að hér síðar. Annað rit, sem gert var ráð fyrir, að Sögufélag gæfi
út var efni úr fórum Jakobs Hálfdanarsonar en þar sem ekki samdist við
aðstandendur þess um útgáfuna, verður ekki af henni á vegum félagsins.
Þá hefur frestazt endurprentun á ritinu Jól á íslandi eftir Árna Björns-
son, en stefnt að því að gefa það út, þótt síðar verði. Jafnframt verður
hugað að endurprentun fleiri eldri rita, sem uppgengin eru og ætla má, að
vanti á markað.
Því næst gerði forseti grein fyrir ritum Sögufélags, sem i undirbúningi
eru, misjafnlega langt á veg komin, en væntanleg síðla á yfirstandandi ári
að öllu forfallalausu:
Saga 1982, er í vinnslu undir stjórn sömu ritstjóra og síðasta ár, og að
vanda stefnt að útgáfu snemma hausts. Má vænta þess, að í næsta hefti
birtist efnisyfirlit tímaritsins frá upphafi þess 1950, tekið saman af Stein-
grími Jónssyni; til stóð að birta skrána á s.l. ári, en varð ekki af, þar sem
heftið var orðið allmiklu stærra en ástæða þótti til. Að öðru leyti má þess
geta um Sögu, að framboð á greinum og ritgerðum virðist að jafnaði vera
það mikið, að ekki komast allir höfundar að jafnskjótt og þeir teldu æski-
legt. Ber vissulega að fagna því, hversu margir eru tilbúnir að leggja hönd
á plóginn og góðs viti, að slíkur áhugi er fyrir hendi meðal íslenzkra sagn-
fræðinga og fræðimanna. En þar sem stærð hvers árgangs verður að
sjálfsögðu að vera innan vissra takmarka, getur reynzt nauðsynlegt, að
menn sýni stundum nokkra biðlund. — Þá var minnt á, að Saga frá upp-
hafi væri á boðstólum, þar sem nokkrir árgangar, sem uppseldir voru,
hafi verið endurprentaðir. Því eiga nýir félagsmenn nú kost á að kaupa
Sögu í heild, en það er eina ritið, sem skylt er að kaupa, vilji menn teljast
meðlimir félagsins.