Saga - 1982, Blaðsíða 334
332
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
Ómagar og utangarðsfólk, framfærslumál Reykjavíkur og Seltjarnar-
neshrepps 1786—1907, eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson er væntanlegt
síðar á árinu, en hefur tafizt af orsökum, sem áður er getið. Ritið fjallar
um félagsleg vandamál, framfærslumál hinna fátæku i Reykjavík og á
Seltjarnarnesi frá stofnun kaupstaðar í Reykjavík til upphafs 20. aldar.
Þar fléttast inn í vaxtarsaga Reykjavíkur, saga atvinnuvega, félagslegra
breytinga og lifskjara bæjarbúa á fyrrgreindu tímabili. Rit þetta verður 5.
bindið i ritröðinni „Safn til sögu Reykjavíkur“. Sögufélag gefur það út í
samvinnu við Reykjavíkurborg og hefur hlotið þaðan umtalsverðan styrk
til útgáfunnar.
Landsyfirréttar- og hœstaréttardómar í íslenzkum málum 1802—73,
10. bindi, er í undirbúningi í umsjón Ármanns Snævarr. Eins og skýrt var
frá á síðasta aðalfundi hefur skort fjármagn til útgáfu þeirra binda, sem
eftir eru, en nokkur fjárstyrkur fékkst úr Þjóðhátíðarsjóði á s.l. ári, svo
að ákveðið var að hefjast handa um áframhaldandi útgáfu. Stefnt er að
þvi að 10. bindi komi út á þessu ári, og síðan verði unnið að því að ljúka verk-
inu, þar til yfir lýkur, en 1—2 bindi munu til í handriti. — Eðlilegast hefði
verið, að opinberir aðilar hefðu fyrir löng séð um að gefa út og kosta þess-
ar dómabækur hins æðsta dómstóls landsmanna, en úr því svo hefur
skipazt á sínum tíma, að fjárvana félag áhugamanna hefði forgöngu um
þessa útgáfu, verður Sögufélag að reyna að ljúka henni með einhverjum
ráðum.
Oddur frá Rósuhúsi eftir Gunnar Benediktsson, er rit, sem Sögufélag
hefur tekið að sér að gefa út á þessu ári. Hér er um að ræða síðustu rit-
smíð hins landskunna rithöfundar og klerks, en Gunnar lézt á s.l. ári, og
hafði talazt svo til, að félagið tæki það til útgáfu. Þetta er ævisaga sr.
Odds V. Gíslasonar, prests i Grindavík, sem átti viðburðaríkan lífsferil
bæði austan hafs og vestan, alkunnur forgöngumaður slysavarnamála og
annarra framfaramála á íslandi, m.a. kunnur fyrir „brúðarrán" sitt, svo
og lækningastörf í Vesturheimi, þar sem honum lenti saman við vestur-ís-
lenzk kirkjuyfirvöld. Hér er fróðlegt rit, sem fengur er að, enda svo lipur-
lega skrifað, að vart er hægt að hugsa sér, að þar hafi haldið á penna
maður kominn fast að níræðu.
Ferðasaga Tékkans Daniels Vetters (eða Streycs),—nefnd Islandia,—
árið 1613, er rit, sem Sögufélag hyggst gefa út, í íslenzkri þýðingu Hall-
freðs Arnar Eiríkssonar. Tékkneski bókmenntafræðingurinn Helena
Kadeckova ritar inngang að bókinni, en hún kynnti ritið og höfundinn á
fyrirlestri í Háskóla íslands á s.l. sumri. Rit þetta er íslendingum kunnugt
frá 17. öld, og varð á sínum tíma tilefni nokkurrar umfjöllunar og gagn-
rýni íslenzkra manna, t.d. Sigurðar L. Jónassonar, Þorvalds Thoroddsens
o.fl., þar sem m.a. var vefengt, að höfundur hefði nokkru sinni til íslands
komið.