Saga - 1982, Qupperneq 335
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
333
Bæirnir byggjast er rit, sem Sögufélag er útgáfuaðili að ásamt Skipu-
lagsstjóra ríkisins, en höfundur þess er Páll Líndal. Rit þetta er allmikið
að vöxtum, á fimmta hundrað bls., og er efni þess „yfirlit um þróun
skipulagsmála á íslandi til 1938“; segir þar frá störfum Skipulagsnefndar
ríkisins, sem stofnuð var árið 1921 og átti ríkan þátt í að móta aðaldrætti,
sem einkennt hafa svipmót þéttbýlis á íslandi. Má þar kynnast viðhorfum
nefndarmanna til skipulagsmála og deilna þeirra, einkum Guðmundar
Hannessonar við yfirvöld i Reykjavík. Höfundur skoðar skipulagsstarfið
í sögulegu samhengi og beinir frásögn slnni oft að einkennilegum og
spaugilegum atvikum. Greint er m.a. frá 29 stöðum og dreginn fram
mikilvægur þáttur í sögu þeirra, auk mynda, uppdrátta og nafnaskrár.
Til viðbótar þeim ritum, sem Sögufélag er beinn útgáfuaðili að um
þessar mundir er vert að minnast hér á eitt rit, sem er á boðstólum á veg-
um félagsins, en það er endurútgáfa á Jarðabók Árna Magnússonar og
Páls Vídalíns, sem hófst haustið 1980 með 1. bindi verksins. Útgefandi er,
eins og kunnugt er, Hið íslenzka fræðafélag i Kaupmannahöfn, og Sögu-
félag hefur umboð fyrir hérlendis. Bæði 3. og 4. bindi eru væntanleg á
þessu ári. Hefur áskrifendasöfnun farið fram í afgreiðslu Sögufélags og
ritið fengið góðar viðtökur, eins og vænta mátti um svo mikilsvert heim-
ildarit íslenzkrar sögu. — Ennfremur er í undirbúningi hjá Fræðafélagi 2.
bindi Bréfa Bjarna Thorarensen í útgáfu próf. Jóns Helgasonar, svo og
endurprentun á fyrra bindi, sem uppselt er. — Önnur fáanleg rit Fræða-
félags eru til sölu í afgreiðslu Sögufélags.
Um frekari útgáfu Sögufélags kvað forseti of snemmt að ræða á þessu
stigi, en ýmislegt verið til umræðu. Auk tímaritsins Sögu, ber félaginu
skylda til að halda áfram að vinna að útgáfu Alþingisbóka og Landsyfir-
réttardóma, en segja má, að senn fari að hilla undir, að þeim verkum
ljúki, þótt ekki sé vonum fyrr. Um aðrar heimildaútgáfur kom fram, að
skjöl Landsnefndar 1770—71, 3. og 4. bindi, eru áfram í undirbúningi, en
til útgáfu þeirra hefur Vísindasjóður látið fé af hendi rakna. Tafir hafa á
orðið, þar sem skort hefur mannafla til að vinna að uppskriftum og
samanburði við handrit. Virðist sem talsverður hörgull sé á hæfum starfs-
kröftum til að sinna slíkri sérfræðingavinnu. — Ennfremur hafa verið
lögð drög að frekari útgáfu sýslú- og sóknalýsinga 1839—43, einkum lýs-
ingu Skaftafellssýslna, enda hefur nokkur styrkur borizt í því skyni frá
Menningar- og framfarasjóði Vestur-Skaftfellinga. Hvenær það verk
kemst á verulegan rekspöl skal ósagt látið, en að því verður unnið. Ýmis
fleiri verkefni eru á umræðustigi, en svo skammt komin, að það biður
betri tíma til frásagnar.
Þá gat forseti þess, að stjórn Sögufélags hefði um skeið haft í huga og
nú samþykkt að láta gera sérstakt merki fyrir félagið, svo sem mörg út-
gáfufélög hafa á bókum sínum. Stefnt er að því, að þetta merki, sem nú er
í vinnslu á teiknistofu, byggist á hinu forna skjaldarmerki íslands, þ.e.