Saga - 1982, Síða 336
334
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
hertur þorskur á skildi. Var frá því greint frekar af ritara félagsins, Helga
Þorlákssyni.
Að lokum sagði Einar Laxness, forseti Sögufélags, í skýrslu sinni:
„Sögufélag hefur nú í ár náð 80 ára aldri, en það var formlega stofnað
af 30 manna fundi á Hótel íslandi 7. marz árið 1902 að forgöngu þeirra
Hannesar Þorsteinssonar, ritstjóra Þjóðólfs, Jóns Þorkelssonar, lands-
skjalavarðar, og Jósafats Jónassonar, ættfræðings. í 1. gr. laga félagsins
sagði, að það sé „ætlunarverk þess að gefa út heimildarrit að sögu íslands
í öllum greinum frá því á miðöldum og síðan, og í sambandi við þau
ættvísi og mannfræði þessa lands.“
Þegar Sögufélag hóf göngu sína skorti mjög á útgáfu heimildarita um
sögu íslands, þótt Hið ísl. bókmenntafélag hefði þá unnið brautryðjenda-
starf í þeim efnum. Brýn nauðsyn kallaði á félagsskap eins og Sögufélag
til að einbeita sér að aðkallandi verkefnum á sviði söguvísinda, þar sem
lögð væri áherzla á að gefa út mikilvægar heimildir frá því um og eftir
siðaskipti. Má hér einkum nefna, — svo að vitnað sé til undirskriftar-
skjals, sem gekk meðal manna, er félagið var á undirbúningsstigi, —
„annála frá 17. og 18. öld, biskupaævir, prestaævir, synodalgerðir og
dómabækur, auk lögþingisbókanna“... „Þetta og margt fleira, sem bráð-
nauðsynlegt væri að gefa út, er almenningi enn hulinn leyndardómur“,
stendur þar.
Það var því mikið verk framundan hjá Sögufélagi, er það hóf göngu
sína í upphafi 20. aldar. Hver er svo eftirtekjan, þegar litið er yfir farinn
veg að 80 árum liðnum? Engum blöðum er um það að fletta, að mörgu
hefur verið þokað áleiðis með útgáfu sagnfræðilegra undirstöðurita, en
þau siðan greitt götuna til frekari rannsókna einstakra tímabila íslands-
sögunnar. Hér skal ekki farið að rekja, hver þau ritverk hafa verið, sem
félagið hefur látið frá sér fara á þessu tímaskeiði; þið, sem hér eruð stödd,
þekkið það í stórum dráttum. Ég minni aðeins á, að um auðugan garð er
að gresja, og þegar á heildarmyndina er litið má skipta útgáfunni í nokkra
meginflokka:
1) Heimildir um stjórnarfar og réttarfar.
2) Mannfræðirit, — þ.á m. ævisögur og ættfræði.
3) Þjóðsögur.
4) Tímarit: Blanda og Saga.
5) Rit margvíslegs efnis, — þ. á m. saga staða, viðburða, og afmæhs-
rit.
Mér telst svo til, að útgáfubækur Sögufélags frá upphafi séu nær eitt
hundrað talsins. Ef allt það væri hér saman komið, væri það merkilegt og
verðmætt bókasafn.