Saga - 1982, Side 337
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
335
Um langt skeið, eða allt fram á 6. áratug, — og í sumum tilfellum
lengur, — ríkti það skipulag að gefa rit út í heftum, og var þá miðað við
vissan arkafjölda, sem félagið gæfi árlega út í fullu samræmi við fjárhags-
getu hvers árs um sig og byggt að mestu á sjálfboðaliðsstarfi for-
ystumanna félagsins. Þróunin hefur orðið sú, að þessu fyrirkomulagi
hefur verið breytt og þótt við hæfi timans að gefa verkin eða einstaka hluta
þeirra út i heild í tiltölulega dýrum útgáfum, innbundnum og í meira
aðlaðandi búningi en áður var. Þetta hefur gert að verkum, að útgáfa
hvers rits krefst miklu meira fjármagns en áður var, auk þess sem höfund-
ar og aðrir þeir, sem annast útgáfustarfið æskja í ríkara mæli sanngjarnra
launa fyrir vinnu sína, eins og eðlilegt er. Auk þess byggðist útgáfa rita
hvers árs fyrrum á því, að félagsmenn keyptu hana alla, enda sæmilega
viðráðanlegt á þeirri tíð. Breytingar á bókaútgáfu síðustu áratugi hafa
hins vegar orðið með þeim hætti, að tímaritið Saga eitt hefur verið inni-
falið i félagsgjaldinu. Hitt hefur svo verið látið félagsmönnum í sjálfs-
vald, hvaða aðrar útgáfubækur þeir kaupa. Og þá hefur sú raunin orðið
með margar þessar bækur, að ekki nema takmarkaður hluti félagsmanna
kaupir þær. Þetta er auðvitað að mörgu leyti skiljanlegt, þegar litið er til
þess, hversu bókamarkaðurinn er yfirfullur og mörg bókin, sem menn
hafa áhuga á að eignast. Þetta setur okkur þvi umtalsverðar skorður, svo
að stundum kemur í hugann, hvort aftur ætti að einhverju leyti að snúa til
eldra fyrirkomulags, fyrst og fremst varðandi útgáfu heimildarita, — láta
t.d. nokkurra arka hefti fylgja Sögu árlega, ef unnt er. Þetta er sett fram
hér til umhugsunar, því að sannleikurinn er sá, að útgáfa beinna heimilda-
gagna frá liðnum öldum er talsvert vandamál, sem vert er fyrir sagnfræð-
inga og aðra fræðimenn að gefa gaum að, hvernig leysa megi. Þessar
heimildir þurfa að vera tiltækar þeim, sem áhuga hafa á að kynna sér, en
hins vegar vandséð, að þær þurfi endilega að vera í þeim dýra búningi,
prentaðar og innbundnar, sem bækur nú eru almennt í. Kæmi ekki eitt-
hvert annað form til greina, sem ekki krefðist þess óhemjufjármagns, sem
bókaútgáfa útheimtir? Við vitum öll, að heimildaútgáfa, — beinar upp-
skriftir úr fornum heimildum, — er sjaldnast eða aldrei söluvara. Og þá
kemur alltaf spurningin: Hvar skal fá fjármagnið?
Það er ánægjuefni, að Sögufélag skuli eiga ríkan hljómgrunn meðal
bókamanna. Um það ber vitni sú fjölgun félagsmanna, sem orðið hefur á
undanförnum árum. Tala þeirra er nú orðin hærri en nokkru sinni fyrr í
sögu félagsins, en félagar teljast nú um 1500. Tilverugrundvöllurinn er því
sifellt að styrkjast og ekki sízt ber að þakka þessi hagstæðu skilyrði, að
félagið hóf sjálfstæðan rekstur afgreiðslu fyrir rúmlega sex árum með
föstum starfsmanni. Þessari þróun ber að fagna, og við, sem nú sitjum í
stjórn Sögufélags þökkum af alhug öllum stuðningsmönnum og velunn-
urum félagsins, um leið og við óskum okkur öllum til hamingju með hið
áttræða og vonandi síunga fræðafélag. — Sömuleiðis vil ég færa öllum