Saga - 1982, Síða 338
336
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
þeim aðilum, sjóðum og stofnunum, sem styrkt hafa félagið á árinu,
kærar þakkir.
Og áfram er starfinu haldið, verkefnin eru óþrjótandi. Skyldan við
sögulegan arf þjóðarinnar, — að skila honum í hendur framtíðarinnar, —
er driffjöður til athafna. Sagan er einn af hornsteinum sjálfstæðis og
menningar íslenzkrar þjóðar.
Að svo mæltu færi ég meðstjórnarmönnum mínum i stjórn Sögufélags,
svo og afgreiðslustjóra félagsins, bezta þakklæti fyrir góða samvinnu og
umburðarlyndi í minn garð á liðnu starfsári. Ég óska Sögufélagi góðs
gengis á níunda áratug ævi sinnar.“
Merki Sögufélags. Helgi Þorláksson, ritari félagsins, greindi frá þessu
máli með eftirfarandi orðum:
„Stefnt er að því að láta merkið vera hertur þorskur á skildi. Hug-
myndin er sótt til skjaldarmerkis íslands, hins forna. Álitamál er hvort
þorskurinn eigi að vera flattur (plattfiskur) eða óflattur sem skreið. Hinn
óflatti var í innsigli þýskra Björgvinjarmanna á 15. öld, krýndur og haus-
laus. Olaus Magnus sýnir skjaldarmerki íslands þannig árið 1539 og eins
var hausaður, óflattur harðfiskur með kórónu í innsigli því sem ísland
fékk árið 1593.
í handriti einu í Stokkhólmi (perg. fol. nr. 5) sem m.a. geymir sögur
þriggja íslenskra biskupa er dreginn upp á spássiu eins blaðsins
kviðflattur þorskur. Handritið hefur verið talið ritað um 1360 og var
skoðun Jóns Þorkelssonar að þorskmyndin væri frá sama tíma. Menn sja
ástæðu til að tengja myndina skjaldarmerki íslands vegna þess að Guð-
brandur Þorláksson lét prenta mynd af flöttum þorski, krýndum, a
margar útgáfubóka sinna og er elsta dæmið frá 1589. Styður þetta enn
frekar að sama mynd var á dönskum gullpeningum, slegnum árið 1591.
Þarna er flatti þorskurinn tákn íslands.
Hinn flatti þorskur hefur orðið fyrir valinu til að setja í merki Sögu-
félags. Merkið er skjöldur, fyrir ofan skjöldinn stendur Sögufélag en fyrir
neðan ártalið 1902. Auglýsingastofa SGS annast teiknivinnu en Guðny
Jónasdóttir hefur verið með í ráðum um gerð merkisins."
Reikningar. Heimir Þorleifsson, gjaldkeri félagsins, las þessu næst upp
endurskoðaða reikninga Sögufélags fyrir árið 1981, og lágu þeir fjöl-
ritaðir fyrir á fundinum.
Fundarstjóri gaf síðan orðið laust um skýrslu og reikninga. Kvöddu
tveir félagsmenn sér hljóðs, Helgi Skúli Kjartansson varðandi reikninga,
og Auðun Einarsson um útgáfustarfið. Voru reikningarnir samþykktir
samhljóða.
Kosningar. í stað nýlátins gjaldkera, Péturs Sæmundsen, sem kosinn
var í stjórn til tveggja ára á aðalfundi 1981, var Heimir Þorleifsson kosinn
til aðalfundar 1983. Skv. 3. gr. félagslaga skyldu þrir aðalstjórnarmenn,
sem kjörnir voru á aðalfundi 1980, ganga úr stjórn á aðalfundi 1982; voru